Réttur


Réttur - 01.10.1931, Síða 4

Réttur - 01.10.1931, Síða 4
196 HÉTTUR [Rjettur inu, og þótt undarlegt kunni að virðast, bitnaði þessi fórnfýsishugsun á Geirmundi gamla. 2. Hásumarssólin skein inn um stóra gluggann, á stóra hjónarúmið kaupmannsins. Geislarnir flögruðu um stóra andlitið á honum, sem alltaf sýndist jafn ófull- gert, þó það með vinnuhægð seinni áranna hefði fitn- að og væri jafnan nýrakað. Kaupmaðurinn teygði úr sér með þeirri notakennd, sem hreint rúmlín veitir í rúmgóðu, björtu herbergi auðugs manns, sem getur veitt sér allt, sem hann óskar. Kaupmaðurinn reis upp og horfði út um gluggann. Þennan glugga, sem hann var búinn að horfa út um á hverjum morgni í fjölda- mörg ár atorku sinnar. Honum hafði alltaf dottið eitt- hvert verkefni í hug, þegar hann leit út um þennan glugga, snemma á. morgnana, því hann var árrisull. Það var eins og hann sæti þarna í Hliðskjálf. Þaðan var gáð til veðurs fyrir fiskinn, sem átti að þorna og fyrir bátana, sem áttu að róa. Héðan sá hann alltaf eitthvað, sem að gagni gat komið. Glugginn var alltaf þíður, þó hörkubyljir vetrarins hefðu breitt huliðs- blæju sína yfir gluggana á smáhýsunum og kumböld- unum í þorpinu, svo ekki sást út úr þeim frekar en vandræðum og skuldum þeirra, sem fyrir innan þá bjuggu. En aldrei, í öll þessi ár, hafði kaupmaður séð það, sem hann sá þennan fagra miðsumarsmorgun, það var blátt áfram vitrun. Hann leit yfir græna balann hans Geirmundar gamla á melnum og kumbaldann hans, og þá datt það beinlínis ofan í höfuðið á honum, að þania, á þessum háa og fallega stað, ætti að standa vegleg kirkja. Hann stökk á fætur, snaraðist í föt- in og hljóp út, alveg eins og í gamla daga, meðan um- brotin voru mest í honum. Hann reisti kirkjuna meðan hann var að færa sig í fötin, gaf allt efnið í hana og

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.