Réttur - 01.10.1931, Side 16
208
RÉTTUR
[R.iettm'
um á hlaðinu og horfði hluttekningarlaus út í bláinn.
Þetta voru þá afdrif æfistarfs hans, sem hann hafði
lagt í allan sinn sveita. Kofinn, sem hann hafði hrúgað
upp smátt og smátt með því að neita sér og fjölskyldu
sinni um allt, nema það sem nauðsynlegast þurfti til
viðhalds þessa snauða lífs. Túnbletturinn, sem hann
hafði staðið í hörðu stríði út af við sjálfa náttúruna.
Allt var nú komið undir hamarinn, og hann var sjálfur
ónýtur, réttindalaus sveitarlimur með heilsulausa kerl-
ingu og vitlausan strák.
Fimm hundruð krónur! fyrsta sinn. Fimm hundruð
og fimmtíu! Þeir buðu í kaupmaður og oddvitinn. Sex
hundruð krónur! kaupmaður leit á oddvitann, sem
hristi höfuðið eins og honum væri nóg boðið. Sex
hundruð krónur! fyrsta, annað og — býður nokkur
betur?------þriðja sinn. Kaupmaður var hæstbjóð-
andi, en það mátti næstum segja að guð almáttugur
hefði hreppt eignina.
Óli hálfviti hoppaði á hlaðinu meðan verið var að
bjóða upp og hermdi eftir þeim, sem í buðu. Þegar búið
var að slá eignina varð óla litið á þorskhaus, sem lá í
hlaðvarpanum. Einhver endurminning vaknaði í hans
þokukenndu meðvitund við þá sjón. Hann sparn fæti
við þorskhausnum svo hann. flaug inn í mannþröngina
og sagði: Þetta fer allt í helvítis kjaptinn á honum.
Iialldór Stefánsson.