Réttur - 01.10.1931, Qupperneq 17
Rjettur] HVERSVEGNA ERU LÆRÐIR MENN
20y
Hversvegna eru lærðir menn
ekki sósíalistar?
Eftir
Halldór Kiljan Laxness.
Þegar maður athugar, að sósíalisminn er fræðilega
álitið ekki annað en lærð kenníng um jafnvægisbundna,
normala og öfgalausa skipun á mannfélaginu og
skiptíngu auðsins, og að minsta kosti alveg jafn vís-
indaleg og raunhæf eins og kenníngin um bóluefni og
geislalækníngar, þá getur maður oft undrast yfir því,
hvernig margir lærðir menn greiða atkvæði sitt gegn
slíkum heilbrigðisvísindum, sem snerta þjóðfélagslík-
amann, en láta bólusetníngar og geisla í friði. Nú er
það vitanlegt, að sósíalisminn sem fræðistefna hefur
verið sett í kerfi og túlkuð ekki aðeins af mönnum, sem
teljast mega einhverjir hinir risavöxnustu andar, sem
uppi hafa verið á síðari tímum, heldur vóru þeir um
leið ákaflega lærðir menn og fluttu fram kenníngar
sínar í formi, sem svo er vísindalega grundvallað, að
þar til lærðum mönnum er einum hent að hafa rök
þeirra fyllilega á valdi sínu. Hinsvegar er hlutfallið
milli sósíalismans sem vísindagreinar og aimenníngs
sjálfs, þ. e. verkalýðsins, nokkuð svipað eins og hlut-
fallið milli læknavísindanna og sjúklíngsins. Sjúklíng-
urinn skilur ekki nema að litlu og mjög almennu
leyti þá hlið læknavísindanna, sem að honum snýr, og
staðreynir þau einkum á bata sínum. Hann getur haft
til að bölva læknavísindunum niður fyrir allar hellur,
ef ekki fer að óskum hans um batann. Eins er um al-
mennínginn; hann skynjar sjaldan þýðíngu sósíal-
ismans né gildi, nema frá þeirri hlið, sem snertir hans
persónulegu hagsmuni og það má heita undantekníng,
ef fylgi hans við þessa kenníngu er sprottin af fræði-
I4