Réttur


Réttur - 01.10.1931, Page 23

Réttur - 01.10.1931, Page 23
Rjettui'J HVERSVEGNA ERU LÆRÐIR MENN 215 tryggíng fyrir því, að maður sé vel að sér í bókment- um, þótt hann hafi geingið gegnum mentaskóla, kann- ske meira að segja þvert á móti. Menn, sem annars hafa áhuga fyrir að lesa bókmentir komast eins vel inn í þær og oft betur, þótt þeir hafi aldrei geingið í gegnum skóla, enda er síst algeingara, að lærðir menn upp og ofan hafi skilníng, gagn eða ánægju af bók- mentum en hverjir aðrir, nema síður sé. Flestir lærðir menn, sem ég þekki, segjast hafa mest gaman af reyf- urum, sem snúast um bjánaleg hryðjuverk, og það er ákaflega sjaldgæft, að almennur verkamaður á bók- mentasviði, geti haft uppbyggilegt samtal við lærðan mann um bókmentir. Iiinsvegar er torfundinn alþýðu- maður, a. m. k. hér á landi, sem þekkir ekki eða hefur lesið meiri og betri bókmentir en það ómerkilega hrafl, sem kent er til fullnaðarprófs í almennum mentaskóla. Sama er að segja um málakunnáttu mentaskólageing- inna manna, hún er yfirleitt sjaldan meiri en venju- legs kaupmanns, sem hefur viðskifti við nokkur lönd og stenst ekki samanburð við allsendis ómentað fólk úr fjöltúngulöndum (t. d. Svisslendíngar, Luxemburgarar o. s. frv.), enda er kunnátta framandi mála út af fyrir sig einskis virði, nema sem leið til þekkingar. Þegar til sérnámsins kemur í háskólanum, lesa menn venju- lega ekki annað á framandi máli en það, sem varðar sérgrein þeirra. Eftir þennan tilviljunarkenda for- skólafróðleik, sem lærðir menn eru álitnir hafa fram yfir almennan verkamann, tekur sem sagt við sérnám þeirra, en það er, ásamt síðari iðkun æfistarfsins, hin raunverulega mentun þeirra, eins og annara manna. Menn læra t. d. hér á íslandi læknisfræði, lögfræði, málfræði og guðfræði, sem alt er undirbúníngsnám undir starf, sem menn ætla að stunda. Lækníngar eru ekki annað en venjuleg iðn, eins og t. d. garðyrkja, lögfræði læra menn hér aðallega til þess að geta orðið duglegir rukkarar, málfræði stunda margir eins og

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.