Réttur


Réttur - 01.10.1931, Page 24

Réttur - 01.10.1931, Page 24
216 HVERSVEGNA ERU LÆRÐIR MENN [Rjettuv yoga o. s. frv. Hinir lærðu verða sumir hverjir snild- arlega að sér í sinni grein, einkum þeir, sem stunda það vísindalega eftir að háskólanum sleppir, en það er mesti misskilníngur að mynda sér, að þeir, sem þessi svokölluðu lærðu störf nema eða stunda, hafi yfirleitt neina almenna mentun fram yfir hina, sem stunda svo- kölluð ólærð störf, því sérhverju verki, sem á annað borð heimtar kunnáttu og nákvæmni, verður að fylgja starffræðilegt (tekniskt) nám, ef það á að vera unnið í samræmi við þær kröfur, sem í því felast. Prentlist tekur menn 4—6 ár, klæðskurður, úragerð, smíðar eitt- hvað svipað, — og svo framvegis. Málfræðíngastörf eru einna svipuðust venjulegri skrifstofuvinnu og út- heimta samskonar gáfur, — að semja orðabók er svip- að og að gera spjaldskrár, samníng handbóka og svo- kallaðra fræðirita er svipað og þegar kona kaupir I mat og eldar hann, — sumar vel, sumar illa og klaufa- lega, alt eftir því, hvað þær kaupa og hvernig þær kunna að meðhöndla það. Maður, sem hefur lögfræði- lega mentun í rukkun og þess háttar, leigir sér skrif- stofu með spjaldi yfir dyrum og vill fara í mál við alla, hann er yfirleitt ekki lærdóms síns vegna mentaðri maður en venjulegur rukkari, sem röltir frá húsi til húss með reiknínga í tösku, en hefur þar fyrir utan frið við menn. En um leið er heldur eldci hægt að búast við því, að svo kallaðir lærðir menn hafi meiri þekk- íngu eða skilning á sósíalisma — eða t. d. geislalækn- íngum, en hver annar. Hvernig er t. d. hægt að búast við því, að maður, sem hefur numið málfræði til dokt- orsprófs í 4—6 ár hafi náms síns vegna meiri skilníng á nauðsynjamálum mannfélagsins en annar, sem um jafnlangan tíma hefur numið prentiðn, — nema kann- ske þeim mun síður, sem hann kynni að hafa hærra kaup við að semja orðabækur en prentarinn að prenta þær. Lærdómur í einhverri grein miðar fyrst og .fremst að því, að .gera mann sérhæfan í þeirri grein,

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.