Réttur


Réttur - 01.10.1931, Síða 40

Réttur - 01.10.1931, Síða 40
232 SOVJET-KÍNA [Rjcttur ungi, í stað 40—50000 áður á ári! f öðrum héruðum fóru framkvæmdir menningaráætlunarinnar 50—60% fram úr áætlun. Eindæma fróðleiksfýsn hefir gagntekið alþýðuna. Um land allt eru stofnuð félög, starfshópar, sellur og námshringir. Fagfélögin og samvinnufélögin starfa ötullega að því að útbreiða fræðslu, sérstaklega með verkamannaklúbbum. Bæði flokkurinn og æskulýðs- samtökin halda uppi geysimiklu kerfi pólitískra skóla og námsskeiða. Aragrúi félaga, svo sem Rauða hjálpin, Barnavinafélagið, Guðleysingjafélagið, Landvarnarfé- lagið gegn loft- og gasárásum, íþróttafélögin og fjölda- mörgönnur, hafa fjöldann allan af fræðslunámskeiðum, leikflokkum og stofnunum, sem leiðbeina mönnum í hljómlist, myndgerðalist, íþróttum, fluglist o. s. frv. Þessi milcla þátttaka, alls þorra þjóðarinnar í menn- ingarbaráttunni, sem stofnanir og framkvæmdavöld ráðstjó'marinnar þurfa ekki annað en stjórna og birgja að gögnum og sérfræðingum, tryggir það, að byltingin á sviði menningarinnar dragist ekki aftur úr framför- um í iðnaði og landbúnaði. Reynsla tveggja fyrstu ára 5-ára áætlunarinnar sýn- ir, að þetta er að fullu og öllu framkvæmanlegt. E. E. Sovjet-Kína. Allsherjar kreppa kapítalismans er skollin yfir og hefir spent allan hinn kapítalistiska heim heljargreip- um. Mótsetningarnar, sem í kapítalismanum búa og sem að síðustu birtast sem stéttamótsetningar kapítal- istiska þjóðfjelagsins, hafa náð hástigi sínu. Kapítal-

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.