Réttur


Réttur - 01.10.1931, Síða 48

Réttur - 01.10.1931, Síða 48
240 HEILBRIGÐISMÁLIN í R B [Rjettur menni. Þeirra, sem fá að halda lífi og limum, bíða ekki betri örlög. Allar eigur þeirra eru gerðar upptækar og þeir látnir sverja böðlum sínum trúnaðar- og hollustu- eiða. Þeir eru hneptir í þrældómsfjötra útlendra kapítalista, sem sjúga úr þeim merg og blóð, gera það að gulli og fylla með því pyngjur sínar. Launin eru hörmulega lág og mestur hluti þeirra er tekinn aftur með óbærilegum sköttum og álögum, svo að því nær ekkert verður eftir til að lifa af, enda telst meira að segja borgaralegum skýrslum svo til, að á síðastliðnu ári hafi fólkinu í auðvaldshéruðum Kína fækkað um 11 miljónir, sem allar hafi orðið hungurmorða. Þetta er ástandið, sem kapí.talisminn hefir skapað í nýlendum sínum og hálfnýlendum og sem hann berst fyrir að viðhalda. Alla þá, sem gerast svo djarfir að rísa gegn þessu og hvetja þjóðina til sjálfsbjargar, kallar yfirstéttin ræningja, glæpamenn og trúníðinga. Á máli borgarastéttarinnar er sá maður ræningi, sem vill hindra hana í að ræna arðinum af annara manna vinnu. Glæpamaður er sá, sem vill méina henni að svelta miljónir manna í hel árlega. Trúníðingur er sá, sem vill uppræta hjá alþýðunni trúna á heilagleik borgaralegs eignarréttar og eilífleik þess þjóðskipu- lags, sem á honum byggist. Heilbrígðismálin í Ráðstjórnarlýðveldunum. Franskur læknir, að nafni Pierre Dominique, sem hefir ferðast um Sovjet-Rússland, skrifaði í borgara- leg blöð um ferð sína og það sem hann sá í Rússlandi. Svo sem við er að búast, þar sem maðurinn er læknir,

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.