Réttur


Réttur - 01.10.1931, Side 50

Réttur - 01.10.1931, Side 50
242 HEILBRIGÐISMALIN f R B [Rjettuv eru aðeins í þessum tilgangi auk þess sem allir læknar vitanlega veita allar ráðleggingar um þessi efni ásamt öðrum læknisstörfum sínum. Dagheimilum barna fjölg- ar ár frá ári. 1917 voru til 14 dagheimili fy,rir börn í sambandi við verksmiðjur, en ekkert í sveit, 1921 voru þau 769 við verksmiðjur og 46 í sveitum; 1929 1483 dagheimili fyrir börn við verksmiðjur og 8948 víðs- vegar um sveitirnar. Það er ótrúlegt að enn skuli viss- ar illviljaðar sálir halda áfram að fjandskapast gegn þeim mönnum, er þessu hafa til vegar snúið. Það getur vel verið að á öðrum sviðum hafi verið hægt að leika á mig, og sýna mér alt annað í röngu Ijósi, en á þessu sviði er það ekki hægt, því ég ætla að trúa lesandanum fyrir því, að ég er læknir og þekki vel mun á vel höldnu og illa höldnu bárni, vel og illa hirtum spítala. Og það segi ég satt, að þó leitað væri um öll Sovjet-lýðveldin mundi hvergi finnast annar eins spítali og sá, sem ég vann við í París 1910, þar sem rotturnar hlupu undir fjalagólfinu á nóttunni og ullu sjúklingunum oft og einatt mikilli hræðslu. Þess- um spítala var hrúgað upp úr timbri í kólerusóttinni 1832 og tók við sjúklingum Parísarborgar alt þar til hann loks var rifinn fyrir 10 árum síðan. í Moskva eru 20 fæðingarstofnanir; 4 þeirra hafa 200 rúm hver og 16 hafa neðan við 120 rúm hver. Alls hafa þær 2300 til 2400 rúm. í fæðingarstofnuninni Klara Zetkin, sem er ein af þeim 4 stærstu, fæðast 20 börn á dag eða 7—8 þús. á ári. Dauðsfallatala mæðra og barna er í stofnunum þessum mjög áþekk og best gerist í Frakklandi. Mæðurnar eru venjulega 6 daga á stofnunum þessum (hjá okkur 9 daga) og þar sem í Moskva eru varla yfir 150 þús. fæðingar á ári, ætti að vera hægt að taka á móti nærri því öllum sængurkon- um. Þegar þess er gætt að þetta hefir áunnist síðan 1921, því frá 1917—1921 urðu Mssar að vera að berjast og

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.