Réttur


Réttur - 01.04.1968, Side 3

Réttur - 01.04.1968, Side 3
vorri. Nokkur „lægð” eftir „öldutopp'1 erlendis skapar nú kreppu hér af því hringavitlaus stjórnarstefna margfaldar þá erfiðleika, sem stafa erlendis frá, þar sem allar þjóðlegar varn- arráðstafanir gegn flóðöldu, er lægð veldur, hafa verið brotnar niður (yfirstjórn á utanríkis- verzluninni, öruggir markaðir eystra o. s. frv.). Efnahagsstefna ríkisstjómarinnar er nú smátt og smátt að rota íslenzka atvinnurekendur. Vafalaust mun ekki vanta kröfur um gengis- lækkun og kauplækkun til þess að skvetta á þá, svo þeir rakni úr rotinu um tíma, en höfuð- stefna ríkisstjómarinnar verður líklega að flýja frá ógöngunum, sem hún er búin að koma öllu í, inn í efnahagssambönd meginlandsins og drepa þar með þorra íslenzkra atvinnurek- enda alveg. íslenzk atvinnurekendastétt og ríkisstjórn hennar veit ekki sitt rjúkandi ráð hvað gera skuli sér til bjargar. Hina afturhaldssömustu og þröngsýnustu dreymir máske um stanz- lausar gengislækkanir og kauplækkanir. En íslenzk verklýðssamtök eru nógu sterk til að loka þeirri vitlausu leið fyrir þeim. Spurningin er hinsvegar hvort íslenzk verk- lýðssamtök verða nógu sterk og stórhuga til þess að fara rétta leið og fá þjóðina með sér. Vegurinn er ljós. Spumingin er um valdið til að fara hann. Vegurinn: það er að stjóma íslandi sem sjálfstæðri efnahagsheild og reisa því þau varnarvirki er með þarf, til þess að tryggja öllum fulla atvinnu.* Atvinnurekendastéttin ratar ekki þá leið. Vera má að útgerðarmenn og iðnrekendur opni að síðustu augun, ef þeir sjá enga aðra leið færa, — og verði þá með verkalýðnum í að fara þessa leið íslenzkrar sjálfstjómar. En það verður þá fyrst, er þeir finna þann kraft hjá verkalýðnum, er lokar leiðum kauplækk- unar og þann stórhug og forustukraft, er opnar leið efnahagslegs öryggis og sjálfstæðis. Hvað þarf verkalýðurinn til þess að geta slíkt? *Sjá grein í Rétti, 1967, 4. hefti: „Sjélfstjórn ís- lendinga á efnahagslífinu“. STÓRHUGA FORYSTUFLOKK Fyrst af öllu þarf verkalýðurinn, — þarmeð talið starfsfólk allt, menntamenn og aðrir, sem með vilja vinna, — að eiga stórhuga forystu- flokk. Sósíalistaflokkurinn og Alþýðubandalagið þurfa tafarlaust að komast út úr þeirri sjálf- heldu, sem þau samtök eru nú í. Hópur Hanni- bals ber höfuðábyrgðina á að eyðileggja end- anlega samfylkingarformið, sem var eina skyn- samlega lausnin á skipulagsvandamálum Al- þýðubandalagsins. Og þegar sá hópur svo horfði framan í Alþýðubandalagið með flokks- skipulagi, hrópuðu þeir upp um „flokksræði", ef meirihlutinn ákvað annað en þeim þóknast — og klufu. Eins og nú er komið, er því ekki um annað að ræða, fyrir þá, sem eftir eru í Alþýðubanda- laginu og Sósíalistaflokknum, en að búa til úr þeim samtökum sem beztan sósíalistiskan flokk, er sé fær um að taka forystuna í stétta- baráttu verkalýðsins í vetur og sé jafn reiðu- búinn að leiða alþýðuna í senn sigursæla út úr þeim hörðu stéttaátökum, sem verða í upp- hafi næsta árs, og til pólitískrar forystu í þeirri stjórnarstefnu, sem skapa verður upp úr hruni viðreisnarstefnunnar. Það verður ekkert auðvelt að taka við þeim rústum, sem „viðreisnin” skilur efnahagslífið eftir í. Aldrei í sögu Islands hefur ávöxtur góðra ára verið eins illa notaður eins og góð- æranna 1963—66. A hverju þessara ára út af fyrir sig var miklu meira fé varið til fjárfest- ingar árlega en öllu því, er til ráðstöfunar var til nýsköpunar atvinnulífsins 1944—47, — en aldrei hefur fjárfestingin verið skipulagslaus- ari og óskynsamlegri frá sjónarmiði framtíðar þjóðarbúsins en undanfarin ár. — Og samtímis hefur samt þjóðinni verið steypt í stórskuldir erlendis, — jafnvel til vega- og hafnargerða eru tekin erlend lán og til beinnar eyðslu til að dylja gjaldþrot varasjóðsins margumtalaða. Enda er nú lánstraustið farið og vextir eru 73

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.