Réttur


Réttur - 01.04.1968, Síða 7

Réttur - 01.04.1968, Síða 7
VICTOR PERLO LÍFSKJÖR VERKALfÐSINS í BANDARÍKJUNUM Lífskjör verkamanna í Bandaríkjunum eru almennt betri en verkamanna í öðrum lönd- um. En þessi staðreynd er í áróðri amerísks auðvalds notuð til þess að blekkja um hin misjöfnu kjör, þróun þeirra og urn arðránið á alþýðu manna. Samkvæmt skýrslu atvinnumálaráðuneytis Bandaríkjanna er „hóflegt“ lágmark lífsaf- komu fyrir fjögra manna fjölskyldu 1966 (með einn framfæranda) 9191 dollar. En hinar raunverulegu árstekjur fjögra manna launþegafjölskyldu voru 1966 7500 dollarar, eða 18% undir hinu „hóflega" lifsafkomu- lágmarki. Aðeins ein grein launþega, sérfræð- ingar, voru yfir 9191 dollars markinu 1966, en faglærðir verkamenn voru þá með 8595 dollara meðaltekjur, en þorri verkamanna með 5884 dollara árstekjur að meðaltali. Fjórði hver verkamaður vinnur við „verk- færavélar“ og hefur 7263 dollara árstekjur að meðaltali. Afborgunarsamningar um íbúðir, bíla, eld- húsvélar o. s. frv. hinda þorra bandarískra verkamanna og stofna heimilum í vandræði, ef atvinnuleysi eða sjúkdóma ber að höndum. Og árlega fjölgar nú þeim, sem gengið er að, af því þeir geta ekki staðið í skilum. Á árinu 1966 misstu 117000 kaupendur slíkar eignir sínar þessvegna — og hafa ekki fleiri orðið fyrir sliku á einu ári síðan í heimskreppunni. 77

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.