Réttur


Réttur - 01.04.1968, Side 10

Réttur - 01.04.1968, Side 10
inu opna nú negrar og Puerto-Rico-menn, Mexíkanar og Indíánar, hvítir menn í Appal- achiu og eymdarhverfum stórborganna augu vor fyrir því, sem vér höfum framið. Þeir krefjast mannréttinda.“ En Johnson forseti og ameríska auðmanna- stéttin svarar þessari kröfu hinna fátæku, jafnt heima sem erlendis, með lögregluáhlaupum og níði, — með ofbeldi, sem miðar að því að skapa eymdarstétt atvinnulausra, nauðlíðandi manna, sem draga fram lífið á ölmusu við skilyrði, sem nálgast hungursneyð, án nokk- urs vonarneista eða framtíðar fyrir börn þeirra. Stríðið í Víetnam og amerísk alþýða Stríðið í Víetnam er notað til að herða sóknina gegn verkalýð Bandaríkjanna: hindra verkföll, draga úr félagslegum umbótum, hækka tekjuskatta á verkalýð o. s. frv. Og þar að auki er reynt að kveðja einmitt efnilegustu mennina í verkamannastéttinni, ekki sizt í negrahverfunum, í herinn til að losna við þá. Meðal bandarísks verkalýðs vex skilningur á því að hagsmunir hans og hagsmunir hinna fátæku þjóða fara saman, — báðir hafa við sama fjandmanninn að etja: amerísku auð- mannastéttina. Verkalýður Bandaríkjanna hef- ur hvað eftir annað sýnt þann skilning svo rækilega í verki, að voldugsta yfirstétt heims skelfdist uppreisnaröflin í eigin landi. „Þeir kreíjast mannréttinda". Þátttakendur í „göngu hinna fátæku" við Washington minnis- merkið 1968.

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.