Réttur


Réttur - 01.04.1968, Síða 11

Réttur - 01.04.1968, Síða 11
JÓHANN PÁLL ÁRNASON: FRAMTIÐARVIÐHORF SÓSÍALISMA I VESTUR FYRRI ENDURNÝJUN HUGMYNDA OG BARÁTTUAÐFERÐA Ymsar óstæður liggja til þess, að vandamál sósíalískra hreyfinga í þróuðum auðvalds- löndum og framtíðarhorfur þeirra hafa s.l. áratug verið tekin til gagnrýnni athugunar en áður tíðkaðist. Lengi vel virtust þó þessar um- ræður akademískar og helzt sprottnar af flótta undan þeim örðugleikuni, sem sósíalisminn átti við að etja annars staðar í heiminum. At- hurðir síðustu ára og einkum þess, sem nú er að líða, hafa hér breytt viðhorfinu verulega. -EVRÓPU HLUTI Þeirri kenningu verður tæpast lengur haldið fram í fullri alvöru, að lönd hins háþróaða kapítalisma verði í vaxandi mæli ónæm fyrir róttækum stjórnmálahreyfingum; en hitt er jafn augljóst, að þeim hlýtur að fylgja gagn- ger endurnýjun á arfteknum hugmyndum og baráttuaðferðum. Um þessa endurnýjun hinnar sósíalísku strategíu1 hefur þegar verið mikið skrifað og mörg vandamól tekin til rækilegrar athugunar. 1 Hugtakið strategía merkir hér hin pólitísku mark- mið nmrœddrar hreyfingar, svo og þær grundvallar- hugmyndir um baráttuaðferðir, sem af þeim leiðir; andhverfa þess er taktík, þ. e. einstakar baráttuað- ferðir, breytilegar innan þessa ramma eftir mati hreyf- ingarinnar á hverjum tíma. Orðið „stjórnlist", sem stundum er notað til þýðingar á orðinu strategía, vísar frekar til leikni og kunnáttu hreyfingarinnar en til sjálfra grundvallarhugmyndanna. 81

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.