Réttur


Réttur - 01.04.1968, Qupperneq 12

Réttur - 01.04.1968, Qupperneq 12
l’etta er því orðið viðameira efni en svo, að því verði gerð nokkur heildarskil í einni grein, enda er sú ekki ætlunin hér, heldur aðeins að drepa lítið eitt á nokkrar hliðar þess, og þá frekar þær, sem orðið hafa hingað til útundan í umræðunum. I þessu sambandi er oft talað um þróuð auðvaldslönd sem eina heikl og lítil áherzla lögð á það, sem greinir þau innbyrðis í sund- ur. Hvernig sem á þau er litið, skiptast þau þó mjög greinilega í þrennt: Vestur-Evrópu, Bandaríkin og Japan. Þær hugleiðingar, sem hér fara á eftir, eru fyrst og fremst miðaðar við vestur-evrópskar aðstæður, en til frekari afmörkunar viðfangsefnisins er rétt að víkja fyrst nokkrum orðum að hinum tveim heims- hlutunum. Hvað Bandaríkin snertir, eru það einkum þrjú atriði, sem valda sérstöðu þeirra og hafa hingað til gert sósíalískum hreyfingum erfið- ara uppdráttar þar en annarsstaðar: 1) Banda- ríkin hafa á 20. öldinni náð forréttindaað- stöðu innan hins alþjóðlega kapítalíska hag- kerfis; þau eru ekki lengur aðeins eitt af há- þróuðum löndum, heldur í senn burðarás og brjóstvörn kerfisins á heimsmælikvarða. 2) I Bandaríkjunum var þróun kapítalísks þjóð- félags og samsvarandi menningar ekki trufluð af neinunr leifum eða arfgeymdum fyrri þjóð- félagsforma; kapítalísk sjónarmið gátu því óhindrað mótað allt þjóðlíf þeirra yzt sem innst. Samanburður á Bandaríkjunum og Vestur-Evrópu leiðir einmitt í ljós — meðal margra annarra hluta — hvílík nauðsyn það er, bæði fyrir verkalýðshreyfinguna og hinn fræðilega sósíalisma, að geta skotið rótum í forkapítalískum arfgeymdum. 3) Þar sem arð- ránið í bandarísku þjóðfélagi er mest, fellur það saman við kynþáttamismun: þetta skerpir annars vegar viðkomandi þjóðfélagsandstæð- ur, en hins vegar gerir það valdastéttinni auð- veldara að halda þeim innan vissra takmarka, einangra þær frá þjóðfélagsheildinni. Barátta blökkumanna í Bandaríkjunum getur að vísu valdið þjóðfélagskerfi þeirra alvarlegum skakkaföllum, en hún getur tæplega -— a. m. 82 k. í fyrirsjáanlegri framtíð — orðið stökk- jjallur þjóðfélagsbyltingar. Höfuðeinkenni kapítalismans í Japan er þveröfugt við Bandaríkin: hann hefur frá upphafi notað sér samfélags- og skipulags- hætti hins asíatíska lénsveldis og lagað þá eftir þörfum kapítalískrar uppbyggingar. í sögu Japans vantar hvorL tveggja, borgaralega bylt- ingu í evrópskum skilningi og undanfara henn- ar, horgaralega gagnrýni Iénsþjóðfélagsins, sem sósíalisminn í Evrópu sótti hugmyndaleg- ar forsendur sínar til. Hin asíatísku einkenni kajn'talismans í Japan hafa komið fram á tveim sviðum: í fyrsta lagi í sjálfri uppbygg- ingu efnahagskerfisins (sbr. þátt ríkisvalds- ins í henni, svo og hina sérstöku mynd, sem einokunarauðmagnið tók á sig í Japan), og í öðru lagi í þeim félagslegu og menningar- legu úrræðum, sem notuð voru til að halda J)jóðfélaginu í skorðum. Þetta afbrigði kapí- talismans reyndist að vísu um langt skeið traust í sessi og hélt öllum andstöðuöflum í skefjum, en reynslan hefur á hinn bóginn sýnt, að hin dulda mótsögn milli skipulagsforma þess og þjóðfélagsgrundvallarins getur skyndi- lega brotizt út með margföldum krafti, þegar kerfið verður fyrir meiri háttar áföllum, og valdið þá stórfelldum og óvæntum breyting- um. Þannig spratt t. d. eftir stríðið í einu vet- fangi upp róttæk verkalýðshreyfing á fjölda- grundvelli og samtímis náði marxisminn sem fræðikenning meiri áhrifum á menningarsvið- inu en dæmi voru þá til í Evrópu. Þetta breytti J)ó ekki sjálfum grundvallareinkennum jap- anska kapítalismans, og virðist því ekki fjarri lagi að álykta, að eitthvað svipað geti gerzt J)ar aftur, t. d. ef hagkerfi hans yrði fyrir verulegri truflun. NAUÐSYN JÁKVÆÐS INNIHALDS Hin nýju viðhorf í Vestur-Evrópu eru stund- um túlkuð þannig, að leita verði „nýrra leiða

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.