Réttur


Réttur - 01.04.1968, Page 13

Réttur - 01.04.1968, Page 13
1848 1968 til sósíalismans". Hér er þó um of þröngan skilning að ræða: endurnýjunin er talin að- eins taktísk nauðsyn og haldið er fast við fyrri hugmyndir um markmiðið. í raun og veru er það öll hin sósíalíska þj óðfélagstúlk- un og hin sósíalíska framtíðarsýn, sem dreg- izt hefur aftur úr þjóðfélagsþróuninni sjálfri og þeim möguleikum, er hún hefur opnað, og þarfnast því endurnýjunar. Nútíma sósíalísk strategía þarfnast bæði nýrra baráttuaðferða innan rannna kapítalismans og ákveðnari hug- mynda um það, sem koma á í stað hans, og hið díalektíska samband þessa tvenns er ekki einfaldlega sambandið milli markmiðs og leiða, heldur miklu nánara: raunhæft inni- hald markmiðsins ákvarðast af því, eftir hvaða leiðum því er náð, og baráttuaðferðir sósíal- ískrar hreyfingar ná því aðeins hinum tilætl- aða árangri, að þær séu ekki einasta mark- vissar gagnvart andstæðingnum, heldur einnig að innihaldi forboði sósíalismans. Þetta er enn nauðsynlegra í dag en áður: andspænis háþróuðum kapítalisma getur sósíalisminn ekki látið sér nægja einfalda neitun, heldur verður nauðsynlegt að gefa þessari neitun já- kvætt innihald. Það útheimtir hvort tveggja í senn, að sýnt sé fram á, hvernig stefna megi þegar í dag að nýjum samfélagsháttum, og að teknir séu til athugunar þeir möguleikar, sem opnast, þegar sigrast verður endanlega á þjóð- skipulagi kapítalismans. Þetta síðarnefnda hafa þýzkir nýmarxistar kallað „konkrete Utopie“. Gagnstætt því, sem stundum er hald- ið fram, er marxisminn hvort tveggja í senn, vísindi og útópía, og fyrir marxista í dag er jafntímabært að þroska báðar hliðar hans. Enda þótt fyrir 1956 væri til smáhópar utan hinna stóru verkalýðsflokka á Vesturlöndum, sem héldu uppi fræðilegum umræðum um þessi vandamál, er það fyrst eftir 20. flokks- þingið, sem þau komast fyrir alvöru á dag- skrá. Reyndar var það — hér sem annars stað- ar — ekki málefnalegt tillag 20. flokksþings- ins, sem mestu máli skipti, heldur hitt, að það flýtti fyrir breytingum, sem á skömmum tíma urðu miklu róttækari en það ætlaðist til. 83

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.