Réttur


Réttur - 01.04.1968, Side 14

Réttur - 01.04.1968, Side 14
Árin 1945—-1956 voru hugmyndir vestur- evrópskra kommúnistaflokka um sósíalíska byltingu hvort tveggja í senn, kreddukenndar og samhengislausar. Reyndar var yfirleitt — meira eða minna opinskátt — gert ráð fyrir því, að hún gæti, eins og ástatt var í alþjóða- málum, aðeins siglt í kjölfar hernaðarátaka í Evrópu, og við slíkar aðstæður gætu sjálf- stæðar hugmyndir uin leiðina til sósíalismans ekki haft mikið gildi. Málefnagrundvöllur kommúnistaflokkanna varð því í þessu tilliti fyrst og fremst neikvæður, þeir fordæmdu annars vegar stefnu sósíaldemókrata og hins vegar þær hugmyndir, sem voru til vinstri við þá sjáifa (einkum kenninguna um hina „sam- felldu byltingu“). Nýbreytni 20. flokksþingsins var afar ein- föld: því var formálalaust lýst yfir, að við núverandi aðstæður væri mögulegt og leyfi- legt margt af því, sem kommúnistaflokkarnir höfðu áður fordæmt. Nánar til tekið var frið- samleg og þingræðisleg leið til sósíalismans nú talin hugsanleg í Vestur-Evrópu, og í sam- ræmi við það var breytt um stefnu gagnvart sósíaldemókrötum og varanleg pólitísk sam- vinna við þá talin bæði möguleg og nauðsyn- leg til að þessu takinarki yrði náð. Eina rök- semdin fyrir þessari endurskoðun var sú, að hinn „sósialíski heimur" væri orðinn svo sterkur og stæði svo vel að vígi í friðsamlegri samkeppni við kapítalismann, að það breytti kraftahlutföllunum, sósíaliskum hreyfingum í hag, hvar sem væri í heiminum. Á hinn bóg- inn var hin nýja stefna hvorki studd nokkurri nýrri rannsókn á hinu þróaða auðvaldsþjóð- félagi, né heldur var hróflað við þeirri kenni- setningu, að sá sósíalismi, sem stefna ætti að í Vestur-Evrópu og annars staðar, hlyti í grundvallaratriðum að verða eftirlíking af sovézku þjóðfélagi. Hér var því ekki um neina hugmyndalega endurnýjun að ræða, heldur var aðeins játað því sem áður hafði verið neitað, án þess að sjálfur málefnagrundvöllurinn, sem byggt var á, tæki nokkrum breytingum. Ástæðan til þess- arar stefnubreytingar var heldur ekki mál- 84 efnaleg, heldur pragmatísk: það var viðleitni til að losa kommúnistaflokkana, einkum í Vestur-Evrópu, úr þeirri pólitísku einangrun, sem þeir höfðu lent í á timum kalda stríðsins, og gera þeim kleift að heyja virkari stjórn- málabaráttu. Því var spurt fyrst og fremst um það, hvað gæti sem bezt og fljótast þjónað þessu markmiði, en ekki hvað gæti stuðlað að raunhæfum endurbótum á sósíalískri strategíu. Rétt er að líta nokkru nánar á það, hver áhrif stefnubreyting 20. flokksþingsins hafði á tvo stærstu kommúnistaflokkana í Vestur- Evrópu, hinn franska og hinn italska. Franski kommúnistaflokkurinn tók eftir nokkurt hik upp stefnu 20. flokksþingsins og hefur síðan ekki aðeins framfylgt henni af mikilli ein- beitni, heldur þróað hana lengra en sovézkum kommúnistum kom nokkru sinni í hug. Þessi framlenging er fólgin í því, að borgaralegt þingræði er ekki lengur aðeins talið fær leið til sósíalismans, heldur einnig í öllum höfuð- atriðum samrýmanlegt sósíalísku þjóðfélagi og því skuli því viðhaldið einnig eftir að hin sósíalísku öfl hafi sigrazt á kapitalismanum. Þessi stefnubreyting varð mun auðveldari fyr- ir þá sök, að eftir 1958 hefur flokkurinn bar- izt gegn núverandi stjórnarfari með endur- reisn þingræðis að kjörorði. í stað hinnar upprunalegu marxísku hugmyndar um sósíal- isma, er felur í sér efnahagslegt, félagslegt og pólitískt lýðræði ekki sem aukagetu eða „yfir- byggingu“, heldur sem tilverugrundvöll, er þannig komin samþætting tveggja óskyldra hluta: annars vegar ákveðins skilnings á sósíal- ismanum ,sem mótaður er af stalínstímabil- inu og telur að þjóðnýting og áætlunarbúskap- ur jafngildi sósíalisma, og hins vegar alhæf- ingar hins borgaralega lýðræðisforms, sem slilið er úr tengslum við sögulegan grundvöll sinn og þjóðfélagslegt innihald. Um ítalska kommúnistaflokkinn gegnir nokkuð öðru máli. Fyrst og fremst kom stefnu- breytingin honum ekki algerlega að óvörum, þar eð hann var sjálfur þegar farinn að leita nýrra leiða, sem betur samrýmdust ítölskum staðháttum. Þar að auki kom mjög fljótlega

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.