Réttur


Réttur - 01.04.1968, Page 19

Réttur - 01.04.1968, Page 19
FRANCISCO MIERES RÁÐSTEFNA í DELHI OG „ÞRIÐJI HEIMURINN44 Ráðstefna UNCTAD,( Samtök Sameinuðu þjóðanna um verzlun og þróun), hin önnur í röðinni, var haldin í Nýju-Delhi í marzlok 1968. 2000 fulltrúar 130 landa og 44 alþjóðasamtaka sóttu hana. Það, sem einkenndi þessa ráðstefnu var mót- staða Bandaríkjanna og annarra auðvalds- ríkja gegn því að gera nokkuð það, er bætt gæti verulega aðstöðu þróunarlandanna. Aðstaða þeirra fer síversnandi. Hagvöxtur þróunarlandanna á hvert mannsbarn var á árunum 1960 til 1965 aðeins um 2% á ári (auðvaldslöndin með 3,6%), en 1965—66 var hagvöxturinn aðeins 1,5%, auðvaldslöndin með 3,9%. í tölum er þetta þannig: í iðnaðar- löndum er hagvöxturinn 60 dollarar, þegar hann er 2 dollarar á mann í þróunarlöndunum. Hlutur þriðja heimsins í útflutningi á heims- mælikvarða minnkaði úr 27% 1953 niður í 19,3% 1966. Orsökin er verðfall á matvörum og hráefnum. Og það eru auðhringamir sem stjóma því verðfalli. Erlendar skuldir þriðja heimsins verða því æ meira vandamál. Þær uxu úr 10.000 milljónum dollara 1955 upp í 40.000 milljónir 1966. Skuldasumman ferfaldist sem sé, en afborganir og vextir áttfölduðust — úr 500 milljónum doll- ara í 4000 milljónir, — og árið 1970 munu af- borganir og vextir gleypa allar gjaldeyristekj- urnar. Sífellt fer aðstaða þriðja heimsins efnahags- lega séð versnandi, því hráefnin, sem eru aðal- framleiðsla þróunarlandanna, eru felld í verði af einokunarhringunum, en iðnaðarvörur auð- hringanna hækka sífellt í verði. Ollu þessu verður ekki breytt nema gengið sé gegn hagsmunum auðhringanna — og það hindra Bandaríkin og bandamenn þeirra. Loforð ýmissa iðnaðarríkja um að láta 1% af þjóðartekjum þeirra renna til þróunarland- anna hafa verið svikin. Þessi hundraðshluti hefur lækkað úr 0,87% árið 1961 niður í 0,62% 1966. Bandaríkin ásamt Bretlandi eiga höfuðorsök- ina á hve illa fór. Láta auðvaldsklíkur þessara landa svo áróður sinn beinast gegn „skrif- 89

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.