Réttur


Réttur - 01.04.1968, Qupperneq 22

Réttur - 01.04.1968, Qupperneq 22
% af heildar- Kanada Evrópa S-Ameríka Afríka Asía Eyjaálfa Greinar fjárfest. erl. % % °/o % % % Námur ............................... 8.0 12.1 0.4 12.6 21.9 1.1 6.3 Olía ............................... 32.4 23.4 25.6 35.9 51.0 65.8 28.1 Iðnaður............................. 38.0 44.8 54.3 24.3 13.8 17.5 54.1 Opinber þjónusta..................... 4.6 3.3 6.4 5.8 0.1 1.8 0.1 Verzlun ............................. 8.4 5.8 12.2 10.7 5.7 7.8 5.5 Ýmsar ............................... 8.6 10.6 7.1 10.7 7.5 6.0 5.9 Tajlan sýnir hvernig bandarísk jjárjesting skiptist hlutjallslega niffur milli atvinnugreina, í heild og í hverri heimsálju fyrir sig. Samþjöppun auðmagnsins á sviði fjárfest- ingar erlendis er ennþá lengra komin en innan Bandaríkjanna sjálfra. Tæpleg % (57%) heildarfjárfestingarinnar erlendis skrifast á reikning aðeins 45 auðfélaga og 85% hennar eru kostuð af 163 félögum. Þetta er vitanlega bein afleiðing af auðmagnssamþjöppuninni í Bandaríkjunum sjálfum. Hróefnalindirnar og dreifing fjárfestingarinnar Hvernig skiptist fjárfesting bandarískra auðfélaga erlendis eftir heimsálfum og grein- um? Það verður ljóst af töflu þeirri, sem prentuð er að ofan og sýnir skiftinguna eins og hún reyndist vera árið 1964. Af þessu má ráða að: a) í Afríku, Asíu og Rómönsku Ameríku er meirihluti bandarískrar fjárfestingar bundinn í námu- og olíuiðnaðinum, b) í hinum iðnvæddu löndum, Kanada og Evrópu, er langmestur hluti fjárfestingarinnar tengdur iðnaðinum, þ. m. t. hreinsun og dreif- ingu olíu, en óverulegur hluti hennar er bund- inn námugreftri, enda þótt þessi lönd séu auð- ug að málmum. Umráð bandarískra einokunarhringa yfir hráefnalindum erlendis hefur úrslitafyýðingu fyrir viðgang þeirra — fjöldaframleiðsluna heima fyrir. Ef einokunarhringirnir í olíu-, alúmín- og stáliðnaðinum misstu þessi umráð, 92 mundu þeir jafnframt missa úr höndum sér stjórn á mörkuðum og verðlagi og tefldu þar með í tvísýnu gífurlegri fjárfestingu sem bundin er í fyrirtækjum er vinna úr þessuin hráefnum fullunnar vörur og dreifa þeim. Það er einmitt í krafti þessara yfirráða sem þeim tekst að takmarka samkeppnina með tvennum hætti: a) stjórn á verðlagi og dreif- ingu hráefnanna gerir þeim kleift að takmarka athafnafrelsi keppinautanna, því aðgangur að öruggum hráefnalindum, við hagstæðu verði, er skilyrði fyrir því að þeir fái sótt í sig veðr- ið. b) með þ ví að komast yfir sem mestan part af hráefnalindum heimsins í hverri grein geta þeir hindrað að minni háttar keppinautar brjótist undan oki þeirra. Það er óneitanlcga hagkvœmt fyrir örfá bandarísk olíufélög að þau skuli ráða yjir % af nýttum olíulindum hins „frjálsa heims“. Á tveim síðustu áratugum hefur eftirsóknin í hráefnalindir farið mjög vaxandi, og allt bendir til þess að hún eigi enn eftir að áger- ast. Bandaríkin hafa raunar frá upphafi þurft að flytja inn vissar málmtegundir (s. s. báxit, króm, nikkel, mangan, lin), en þau hafa til skamms tíma haft ofgnótt annarra tegunda og flutt þær út. Hráefnagnægðin var einmitt styrkasta stoð þeirra sem lögðu áherzlu á að bandarískur kapítalismi gæti sneitt hjá heims- valdastefnu. En þessi röksemd stenzt ekki lengur. Þegar séð var fram á að hráefnalindir

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.