Réttur


Réttur - 01.04.1968, Side 23

Réttur - 01.04.1968, Side 23
Bandaríkjanna gengju til þurrðar, skipaði Truman, síðar forseti, nefnd (Materials Policy Commission) til að kanna málið. Skýrsla nefndarinnar, sem birtist 1942 og kölluð var hinu táknræna nafni: Resources jor freedom, sýndi fram á eftirfarandi: í byrjun þessarar aldar framleiddu Bandaríkin 15% meira magn hráefna (að undanskildu gulli og hráefnum til matvælaiðnaðar) en iðnaður þeirra út- heimti. Árið 1950 var þetla umframmagn orð- ið að beinum „halla“ (10% miðað við þá- verandi neyzlu). Og með liUðsjón af fyrirsjá- anlegri neyzluaukningu fram til 1975, yrði framleiðsla innlendra hráefna þá fimmtungi minni en bandarískur iðnaður þyrfti á að lialda. Líklega hefur það verið í vitund um þessa hættu sem Eisenhower brýndi í fyrstu forseta- ræðu sinni 20. jan. 1953, fyrir þjóðinni sam- hengi pólitískra og efnahagslegra hagsmuna: „Við vitum að það sem tengir okkur við aðr- ar þjóðir eru ekki aðeins göfugar hugsjónir, heldur og mjög áþreifanleg þörf. Engin frjáls þjóð getur héðan í frá haldið fast við einhver forréttindi eða öðlazt öryggi í efnahagsein- angrun. Þrátt fyrir efnahagslegt ríkidæmi þörfnumst vér markaða utanlands er taki við umframframleiðslu búsafurða og iðnaðar- varnings. Jafnhliða hefur landbúnaður vor og iðnaður þörf fyrir hráefni og önnur lífsnauð- synleg efni frá öðrum löndum. Þetta grund- vallarlögmál „víxlhrifanna“ (interdependence) á mörgum sinnum fremur við í stríði en á friðartímum.“ í Ijósi þessarar hráefnanauðsynjar skilst betur en ella hve utanríkisstefnan — og þá um leið hernaðarstefnan — er samtvinnuð hagsmunum einokunarhringanna. Hversu mörg hráefni eru ekki „lífsnauðsynleg“, þegar menn búast í raun og veru lil stríðs? Ríkis- stjórnin telur sig stuðla að öryggi þjóðarinn- ar og efnahagslífsins með því að halda við herstöðvum í sem flestum löndum og með því að veita „vinveittum“ ríkisstjórnum þá hern- aðaraðstoð sem þarf til þess að þær megi verja sig falli; en þó alveg sérstaklega með því að veita vinveittum ríkjum efnahagsað- stoð sem á yfirborðinu er látin í té af mann- úðarástæðum (nauðsyn iðnvæðingar til út- rýmingar fátæktinni), en mótast í reynd af kaldrifjuðum skilningi veitandans á því að aðstoðin má ekki verða til þess að koma fótum undir „innlendan“ iðnað er gœti dregið til sín hráefnaframleiðslu lánþegans á kostnað bandarískra einokunarhringa.1 Ríkisstj órn Bandaríkjanna, sem sér fram á að þurrð ým- issa hráefnalinda innanlands geti spillt fyrir hernaðar- og geimferðaáætlunum sínum, tel- ur sér skylt að gera allt sem í hennar valdi stendur til þess að halda sem mestum hluta heimsins „frjálsum“: þannig tryggir hún frelsi Bandaríkjanna til þess að arðræna óáreitt námuauðævi þriðja heimsins. Þetta birtist m. a. ljóslega í ummælum Clarence B. Randell, forseta Inland Steel o. og ráðgjafa ríkisstjórnarinnar um efnahags- aðstoð við útlönd. Hann kemst svo að orði um þær heppilegu aðstæður sem gerðu Banda- ríkjunum kleift að nýta úraníumnámurnar í Belgíska Kongó, þegar framleiðsla atóm- sprengjunnar var á byrjunarstigi: „Hvílík heppni að móðurlandið (þ. e. Belgía. Þýð.) skyldi vera á okkar bandi! Og hver gæti sagt fyrir um það með vissu, hvar í heiminum er að finna þau ókönnuðu svæði er ein geyma 1 Árið 1962 setti Bandaríkjaþing lög um aðstoö' við erlend ríki er miða að því að stemma stigu við liverri róttækri jarða- og skattaumbót sem beinist gegn bandarískum auðfélogum erlendis. 620. grein laganna býður forsetanum að laka fyrir bvers kyns fjárhagsaðstoð við það ríki sem annaðlivort þjóð- nýtir eða þyngir skattaálögur á fyrirtæki sem eru að meirihluta í eigu bandarískra borgara. Þegar til greina kom að þjóðnýta eignir Standard Oil of Netv Jersey í Perú, skýrði New York Times svo frá 1963: „Bandaríkin munu fallast á bverja þá lausn sem sam- steypan getur sætt sig við.“ Með skírskotun til þess- ara sömu laga var hætt við áætlun tnn 3 milljón dala aðstoð við Ceylon, sökum þess að hálfu ári áður höfðu nokkur olíufyrirtæki í eigu bandarískra borg- ara verið þjóðnýtl. Sama ár var bætt við þessi lög þeirri grein að ríki sem cndurnýjuðu ekki viðskipta- samninga við bandarisk fyrirtæki, gætu ekki orðið aðnjótandi „aðstoðar við erlend ríki“. 93

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.