Réttur


Réttur - 01.04.1968, Blaðsíða 24

Réttur - 01.04.1968, Blaðsíða 24
með sama hætti fágætt hráefni sem iðnaöur okkar eða her kynnu að liafa þörf fyrir í framtíðinni.“ Hráefnalöndin í höndum einokunarhringanna Innlimun auðvaldslanda sem eru skemmra á veg komin (vanþróuð), í heimsmarkað kapítalismans hefur undantekningarlaust í för með sér að þau falla í klær einokunarhring- anna. Nánar tiltekið hefur slík innlimun þau áhrif á fátæku hráefnalöndin að: 1) þau hverfa frá — eða komast ekki inn á braut þeirrar efnahagsþróunar sem krefst pólitísks sjálfstæðis og óhæðis gagnvart er- lendu auðmagni 2) þau verða einhliða háð útflutningi nokk- urra hráefnategunda. 3) iðnaðargerð þeirra aðlagast og hreytist í samræmi við hinar sérhæfðu útflutnings- greinar og verðið sem kaupandinn ákvarðar; hvorttveggja heftir það framleiðslufrelsið sem er nauðsynlegt fjölbreytilegu og vaxandi efna- hagslífi. Ríki Rómönsku Ameríku eru sígilt dæmi um þessar aðstæður. Þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir þeirra til iðnvæðingar og hvata tveggja heimsstyrjalda, er útflutningur flestra þeirra að 9/10 hlutum landbúnaðar- og námuvörur. Þessi lönd eru í vítahring: þau eru algjörlega háð útflutningi hráefna sem aftur kallar á og viðheldur einhæfu efnahagslífi. Kaupendurnir — einokunarhringir Bandaríkjanna er á- kvarða öðrum fremur heimsmarkaðsverðið — halda þeim í stöðugri fj árhagskreppu sem þau reyna að brjótast út úr með lántökum er- lendis.1 En skuldin getur af sér meiri skuld, svo að endurgreiðsla lánsins eykur greiðslu- 1 Dag Ilammarskjöld, fyrrv. framkvæmdastjóri SÞ, benti eitt sinn á að ekki þyrfti nema 5% verðfall á útflutningsvörum þriðja heimsins til þess að ábati þeirra af öllum fjárfestingum sem kostaðar eru af Alþjóðabankanum, SÞ og samkv. tvíhliða samningum til samans, upphæfist með öllu og yrði að engu. Á árunum 1950—60 versnuðu viðskiptakjör þróunar- landanna svonefndu ekki um 5%, heldur 25%. Þann- ig heldur ofurvald hins vestræna kapítalisma ekki 94 hallann við útlönd. Flestar þessara lánveit- inga eru auk þess komnar undir geðþótta al- þjóðlegra fésýslustofnana, s. s. Alþjóðabank- ans, þar sem fulltrúar einokunarhringanna og stjórnarerindrekar þeirra hafa lyklavöldin. Endahnútinn á þennan vítahring reka Banda- ríkin svo með pólitískum og hernaðarlegum meðulum, sem alræmd eru: íhlutun sjóhers- ins („The Marines“) og CIA-erindreka. Vítahringurinn sem lykur þannig um þró- unarlöndin, er ekki einungis dreginn af mark- aðslögmálum kapítalismans, sem dæma þau til einhæfrar hráefnáframleiðslu; höfuðþátt- ur þessa markaðskerfis er gróðinn sem ein- okunarhringirnir hirða urn leið og þeir ganga á náttúruauðlindir þeirra. Myndbreyting imperíalismans. Arðrón hinna íátæku Lausleg könnun á þróun imperíalismans frá lokum síðari heimsstyrjaldar leiðir í ljós þýð- ingarmiklar breytingar sem orðið hafa á bæði gerð hans og auðmögnunarferli, miðað við þær kenningar sem Lenín setti fram í byrjun aldarinnar. Svo sem alkunngt er, sýndi hann fram á a) hvernig auðmagnið hafði þjappazt saman í formi hlutafélaga; b) yfirdrottnun bankaauðmagnsins sem hafði bæði frumkvæði að þessari samþjöppun og gerðist ráðandi afl meðal borgarastéttarinnar í krafti hennar; c) að útflutningur auðmagns var orðinn ráðandi þáttur í heimsvaldastefnu stórveldanna. Þær breytingar sem síðan hafa mótað þró- un imperíalismans, haja mjög grafið undan yfirdrottnun bankaauðmagnsins og um leið forystuhlutverki bankastjóra meðal stéttar auðmagnseigenda. Hinar voldugu einokunar- aðeins við bungri og skorti meðal hundruða milljóna manna, heldur skerpir hann beinlínis. Á sama tíma og 10 þúsund manns svelta daglega í hel í þessum löndum, sjá stjórnendur bandarísks kapítalisma til þess að kastað er á glæ jafnmiklu magni matvæla og nægði til þess að seðja þá alla. Þetta er gert undir ]iví yfirskyni að koma verði í veg fyrir verð- fall á heimsmarkaðinum!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.