Réttur


Réttur - 01.04.1968, Síða 25

Réttur - 01.04.1968, Síða 25
samsteypur hafa að mestu leyti losnað undan handarjaðri bankaauðmagnsins og í mörgum tilvikum náð yfirstjórn þess í sínar hendur. Þessar risavöxnu samsteypur eru orSnar grundvallareiningar einokunarkapítalismans; eigendur þeirra og starfsmenn hafa með hönd- um forystu fyrir ráðastéttinni. Það er fyrst og fremst með því að kanna eðli og hagsmuni þessara einokunarrisa sem menn geta öðlazt skilning á starfsháttum imperíalismans nú á tímum. Sígilt dæmi um slíkan einokunarrisa er Standard Oil of New íersey sem þróaðist fyrst- ur allra í það sem kalla má fjölþjóðasam- steypu (multinational corporation). Standard Oil er nú önnur stærsta iðnaðarsamsteypa Bandaríkjanna, kemur næst á eftir General Motors. Engin önnur samsteypa teygir greinar sínar til jafnmargra landa, enda er haft við orð að Standard Oil sé sú fyrirmynd sem aðr- ar risasamsteypur, bæði í Bandaríkjunum og öðrum auðvaldsríkjum, leitast við að nálgast og líkja eftir. Hér verða tíundaðar nokkrar staðreyndir til skýringar, sóttar í ársskýrslu félagsins frá 1962. í árslok 1962 átti Standard Oil (St. O.) meira en helming hlutabréfa í 275 dótturfé- lögum í 52 löndum. Landfræðilega skiptast þau þannig: Bandaríkin og Kanada 114 dótturfélög, Rómanska Ameríka 43, Evrópa 77, Asía 14, Afríka 9, Önnur lönd: 18 dótturfélög. Þetta ár seldi St. 0. afurðir sínar til meira en hundrað landa. Heildareignir St. O. voru í árslok 11.488 milljónir dala. Árstekjurnar voru í heild (brúttó) 10.567 dalir, en nettótekjur 841 milljónir dala. Hlutfallsleg dreifing eigna og gróða 1958: Bandaríkin og Kanada .... 67% 34% Rómanska Ameríka.......... 20% 39% Eystri álfur ............. 13% 27% Þeir sem eru eigendur eða stjórnendur slíkr- ar risasamsteypu hafa vitanlega annarra og flóknari hagsmuna að gæta en brezkur baðm- ullarsmiðjueigandi á 19. öld sem hafði mestan áhuga á að komast yfir ódýrt hráefni og flytja út varning sinn til hins tollfrjálsa Indlands; eða Rotschild og Morgan, sem réðu yfir ó- grynni af lausu fjármagni og var mest um hug- að að festa það erlendis með sem hagstæðust- um vöxtum. Vegna hinna mörgu dótturfélaga erlendis er St. 0. ekki fylgjandi verndartollum: dóttur- félagið Creole Petroleum í Venezuela stefnir t. d. að því að selja á sem lægstu verði olíu til austurstrandar Bandaríkjanna. Eins og tafl- an að framan sýnir, er starfsemi dótturfélaga erlendis langtum arðvænlegri en starfsemi heimafyrirtækja. Enda er það svo að langt er síðan St. O. hœtti að flytja auðmagn út frá Bandaríkjunum. Gróðinn af efnahagsstarfsem- inni erlendis hefur verið svo mikill að flest árin hafa stórar fúlgur verið aflögu til inn- flutnings og úthlutunar meðal móðurfélaga heimalandsins. T. d. greiddi St. 0. hluthöfum sínum, sem eru langflestir búsettir í Banda- rikjunum, í arð samtals 538 milljónir dala. Sama ár gaf innanlandsstarfsemin ekki af sér nema 309 milljónir dala í nettótekjur; þ. e. a. s. 40% arðsins, að viðbættu öllu því fjár- magni sem samsteypan festi í Bandaríkjunum sjálfum á árinu, spruttu af gróðanum af efna- hagsstarfseminni erlendis. Samsteypan flytur })ví inn jafnaðarlega geysimikið auðmagn til Bandaríkjanna. Fram að síðari heimsstyrjöld hefði verið rétt að kalla St. O. e. k. undantekningu: að- eins fáeinar samsteypur aðrar fylgdu þá sömu þróunarlínu. Flestar risasamsteypurnar ein- beittu sér að innanlandsmarkaðinum, enda þótt hliðargreinar af starfsemi þeirra teygðu sig til annarra landa. Þær höfðu ekki enn lagt allan auðvaldsheiminn undir starfsemi sína, eins og St. 0. Enda var það svo að í heild dró heldur úr fjárfestingu þeirra erlendis á árabil- inu 1929—46. Áratugurinn eftir stríðið mark- aði að þessu leyti tímamót. „í hverri iðngrein- inni á fætur annarri komust bandarísk auðfé- lög að raun um að tekjur þeirra af utanlands- starfsemi voru í hröðum vexti og arður þeirra 95

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.