Réttur


Réttur - 01.04.1968, Page 28

Réttur - 01.04.1968, Page 28
SHELLEY: Percy fíysshe Shelley (4. 8. 1792 — 8. 7. 1822) er líklega ljóð- rænast byltingarskáld allra tíma. MálfegurS, ímyndunarafl, til- finningahiti gera kvæði hans og leikrit að einhverjum fegurstu listaverkum enskrar tungu. Allt líf hans var helgað baráttunni fyrir frelsi hinna kúguðu. Kvæðið „To the men of England sem hér birtist í endursögn Þorsteins Valdimarssonar, „Englands þegnar“, var ort 1819. Sama árið lét ríkisstjórnin riddarasveit ráðast á friðsaman mótmælafund á „PeterIoo“-torginu í Man- chester og drepa allmargt kvenna og karlmanna. Út af þessum fjöldamoröum orti Shelley „The Mask of Anarchy“ (Stjórnleys- isgríman), naprasta níð, sem nokkurri stjórn hefur verið rist. Og á sömu árum samdi hann stórfenglegasta leikrit og frelsisóð sinn: „Promeíheus unbound“ (Promeþeifs leystur). ENGLANDS ÞEGNAR Englands þegnar! Það sér á: þeim er nóg, sem plægja og sá. — Síðan uppsker andskotinn, sem eymdin kallar lávarð sinn.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.