Réttur


Réttur - 01.04.1968, Page 33

Réttur - 01.04.1968, Page 33
Frá Búdapest fundinum. aðri fulltrúum allra þeirra kommúnistaflokka og verklýðsflokka sem óska að taka þátt í honum. Undirbúningsnefnd ráðstefnunnar hef- ur fengið fyrirmæli um að athuga og gera út- drátt úr öllum tillögum sem berast frá bræðra- flokkunum, svo og öllu efni sem að berst vegna ráðstefnunnar, að gera drög að ályktunum hennar og leggja þau drög fyrir ráðstefnuna. Nefndin mun einnig hafa samband við bræðra- flokkana um þessi efni. Þessi aðferð mmi tryggja að sem mest tillit sé tekið til allra skapandi viðhorfa og óska sem bræðraflokk- arnir bera fram svo og samræmi í undirbún- ingi hinnar alþjóðlegu ráðstefnu. Nefndin mun hafa bækistöðvar sínar í Búdapest. Ráðgjafar- fundurinn telur það nauðsynlegt að undirbún- ingsnefndin komi saman 24. apríl 1968 og fel- ur hérmeð miðstjórn Ungverska sósíalíska verkamannaflokksins að stefna til þessa fund- ar. Það er einlæg sannfæring þátttakanda fund- arins að ráðstefnan só í samræmf við hags- muni hvers kommúnistaflokks og allrar hinnar kommúnísku hreyfingar og styðji einnig að því að fylkja megi saman öllum sem berjast við heimsvaldastefnu. Ráðgjafarfundurinn hvetur alla kommúnista- og verklýðsflokka, einnig þá, sem af einhverj- um ástæðum tóku ekki þátt í fundinum í Búda- pest, til að taka þátt í komandi ráðstefnu. Hann hvetur þá til að taka fullan þátt í undir- búningsstarfinu á jafnréttisgrundvelli. Þátttakendur fundarins samþykktu einróma orðsendingu um samstöðu með vietnömsku þjóðinni og létu þar í ljós aðdáun allra komm- únista á hetjulegri baráttu hennar og hétu því að aðstoð sú sem sósíalísk ríki og verkalýður heimsins veitir Vietnam muni fara vaxandi allt þar til bandarískir árásarmenn hafa að fullu verið hraktir af vietnamskrf jörð. Sendinefndirnar, sem þátt tóku í fundinum í Búdapest, eru sannfærðar um að sú alþjóðleg ráðstefna kommúnista- og verklýðsflokka sem í hönd fer muni verða nýr áfangi á leið sam- fylkingar kommúnista heimsins á grundvelli marxisma-leninisma og alþjóðahyggju og marka ný spor í því að efla samstöðu allra afla sem andstæð eru heimsvaldastefnunni. 103

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.