Réttur


Réttur - 01.04.1968, Page 35

Réttur - 01.04.1968, Page 35
öllum sviðum. Stúdentar eru um 140 þúsund og fá 60% þeirra styrki. 10 ára skólaskylda er nú komin á, nær hún þá upp í 17 ára aldur. Skólabækur eru allar ókeypis. Eru 30 milljónir bóka gefnar árlega. Þá hafa verið gerðar mjög eftirtekarverðar tilraunir til aukins raunhæfs lýðræðis. Þannig hafa nú viss lagafrumvörp verið lögð fyrir al- menning til umræðna áður en þau eru tekin fyrir á þingi, t. d. lög um kennslu. En einnig miður vinsæl lagafrumvörp liafa verið send út þannig, t. d. lög um að hækka húsaleigu. Hún hefur verið 3,8% af launum manna, en í frum- varpinu átti að hækka hana upp í 5,6% af launum manna. En vegna umræðnanna var ákveðið að halda sömu hlutfallstölu og áður, 3,8%, á lágum launum. Hefur þessi aðferð gefizt mjög vel. T. d. komu fram 15000 breyt- ingatillögur frá almenningi við hegningarlög, sem nú er verið að samþykkja. í Kommúnistaflokki Rúmeníu eru 1.700.000 meðlimir. Þar af eru 42% verkamenn, 28% bændur og 23% menntamenn og starfsmenn. Sendinefndin fór til Þingvalla meðan hún dvaldi hér, skoðaði írafoss-stöðina og Mjólk- urbú Flóamanna á Selfossi, svo og Hveragerði. Frá Búkarest. Þinghöllin iremst til vinstri. 105

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.