Réttur


Réttur - 01.04.1968, Page 39

Réttur - 01.04.1968, Page 39
Tilkoma kapítalismans var meslmegnis sjálflcrafa ferli og fjölmiSjað (polycentriskt). Þá á ég við, að í heimalöndum borgaralegu byltingarinnar — Englandi, Hollandi, Frakklandi og Bandaríkjum Norðurameríku — kom kapítalisminn til sem heildarniðurstaða þess, að margskonar staðbundnir atvinnurekendur hófu at- vinnuframkvæmdir frá grunni án heildarskipulags eða meðvitandi um sameiginlegan tilgang. Kapítalisminn var ekki í löndum þessum þjóðfélagsþróun sem stefnt var að vitandi vits, heldur sjálfkrafa og óafvitandi — samsöfnun staðbundins frumkvæðis og í brotum sem var ávöxtur hægfara þenslu í framleiðsluþáttunum. Markaðurinn var sú gerð sem þetta nýja hagkerfi hlaut í uppvextinum — það er að segja sjálfkrafa, stjórnlaust samspil allra hinna sundruðu framleiðslu- þátta. Þannig var sérsvið hins nýja hagkerfis sem var að vaxa úr grasi. Það ákvarðaði þá pólitfk sem kont í kjölfarið og veitti því uppfyllingu. Borgaralega ríkið, ávöxtur markaðskerfisins, gengdi úrslitahlutverki. Það skapaði nauðsynlega lágmarkseiningu með hreytilegtim framleiðendum — það lágmark sem þurfti til að tryggja öryggi markaðsins sem for- ustustofnunar í þjóðfélaginu, svo að andstæðir hagsmunir ólíkra hluta horgarastéttarinnar gætu Itannig sameinast undir forustu eins flokksbrots sein vcrndaði „almenningshagsmuni" stéttarinnar. Borg- aralega ríkið í vestri kemur þannig fram á sviðið sem samfélagsleg sameining ákvarðandi miðstöðva í glnnd- roðafjölbreytni uppvaxandi kapítalisma. Það lét markaðnum í té forntleg tilveruskilyrði og ekkert var eðlilcgra en að það gerðist með þingræðisfyrirkomu- lagi. Þar endurspeglaði kosningakerfið markaðinn og samningshugtakið var einfaldlega teygt yfir afstöð- una milli borgarans og kjörins fulltrúa hans. Hér ræður það úrslitum að ríkisþingið í löndum þessum var upphaflega stofnun fyrir aSeins eina stétt, og því var kontið á fót til að gera út um deilur og árekstra innan rfkjandi stéttar. Er frægt að því leyti brezka fordæmið frá 18. öld og síðar. Þjóðfélagsyfirráð Oslitin útþennsla kapítalismans og iðnbyltingar- innar á 19. öld aðlagar þetta munstur samt sem áður að tveimur nýjum þróunarstefnum. Feikilegur hag- vöxtur í löndum þessum jók og breytti þjóðfélags- byggingunni nteð því að ala af sér fjölmennan ör- eigalýð í borgum og stóra miðstétt. Stéttir þessar að- löguðust smátt og smátt breytilegum framförum og tækni samtíma menningar með því að læra að lesa og skrifa og tileinka sér oft jafnframt hugmynda- kerfi ríkjandi stéttar. Hlutfallsleg ofgnótt efna — a. m. k. samanborið við Austurevrópu — ól af sér samfélagsbyggingu sem skar sig úr um almennt hátt menntunarstig og óslitna röð hópa í lækkandi þjóð- félagsþrepum frá hinni ríkjandi stétt til arðrændasta hluta alþýðu. í þessari stjórnunaraðstöðu yfir fram- leiðslugögnum —- það er að segja tökum hennar á efnahagsvaldinu í samfélagsbyggingu borgaranna — hafði hún efni á að leyfa verkalýðsstéttinni innreið í formlegar stofnanir ríkisins, ríkisþingið. í meginat- riðum var ekki valdið þar. Það var í samfélagi borgar- anna (det civile samfund) þar sem borgarastéttin, í skjóli fortakslausrar efnahagsyfirdrottnunar, liafði í kyrrþey mótað viðhorf, vonir og afstöðu mikilsverð- ustu hópa öreiganna. Með öðrum orðum, hin borgara- lcgu yfirráð grundvölluðust ekki á nauðung, heldur á samfélagslegu forræði. Af þesstim sökum einkenndist innganga verkalýðs- stéttarinnar í ríkisstofnanir af því, að hún var engin ógnun við borgarastéttina, vegna þess að hún hafði lotið samfélagi borgaranna þar sem efnahagsvaldið sanikvæmt eðli sínu ldaut að ráða. í þessari gerð af þjóðfélögum var ríkið ekki yfirþyrmandi miðstöð valds, þar eð þau þurftu ekki að styðjast við lter til að halda almenningi í skefjum. Aukið ríkislýðræði var því lítil áhætta fyrir ríkjandi stétt. — og í austri Þannig var í stórum dráttum þróun ríkisins á Vest- urlöndtim. Aftur á móti þróaðist kapítalisminn í Aust- urevrópu ekki sjálfkrafa og árangursríkt. Lénsveldið var ráðandi í samfélagskerfinu allt fram á 20. öld og borgarastéttin, t. d. í Rússlandi, var aldrei nógtt öflug til að fá frant sjálfstæða ummyndun á samfélagi og ríki. Mesta eymd og fátækt auðkenndi þessi santfélög, afar lágt framleiðslustig, andhverf santfélagsbygging og almennt ólæsi. Þessar frá grunni sögulegu ástæð- tir leiddu til harðstjórnar og einveldis sem rækti það ekki sem höfuðstarf að sameina á pólitíska vísu stjórnlausan auðvaldsmarkað með mislita hjörð borg- aralegra erindreka, heldur leiddi það til hernaðarlegr- ar sameiningar forntlauss landsvæðis ríkisins og und- irokunar allra óánægjuafla þjóðfélagsins — einkum ltinnar uppreisnargjörnu hændastéttar. Síðar leystu þessar einveldisstjórnir af hendi annað meginstarf. Þær kontu á iðnvæðingu ofanfrá með því að þær inn- leiddu vitandi vits og skipulögðu með aðstoð skrif- stofukerfis það hagkerfi sem vaxið hafði ttpp sjálf- 109

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.