Réttur


Réttur - 01.04.1968, Side 40

Réttur - 01.04.1968, Side 40
krafa í vestri. Átti þetta bæði við um prússneska og rússneska einveldið. Hér verður ríkið virkur frum- kvöðull kapítalískrar iðnvæðingar, ekki óvirk um- gjörð. Afleiðingin af öllu þessu var sú að í Austurev- rópu, og fyrst og fremst í Rússlandi keisarans, varð hið ofvaxna einvalda ríki allsdrottnandi miðstöð valds innan samfélagsins, er tæpast naut nokkurrar sjálf- stæðrar né mótaðrar tilveru aðgreindrar frá ríkinu. Samfélag borgaranna var formlaust og óljóst. Allt vald þjappaðist saman hjá ríkinu í mynd umbúða- lausrar og einskærrar kúgunar. Lenínisminn og sósíaldemókratar Þessi grundvallarmunur milli austurs og vesturs réð úrslitum um þau alólíku örlög sem urðu hlutskipti lenínista og sósíaldemókrata. Báðir beindu allri stjórnlist sinni að ríkinu en ekki samfélagi borgar- anna. Hinir fyrmefndu með því að ná með valdi rík- isbákninu og eyðileggja það. Þeir sfðarnefndu á frið- samlegan hátt með því að leggja undir sig þingmeiri- hlutann. Geysilegur munur á þessum tveimur hreyf- ingum má ekki villa okkur sýn um þessa samsvörun. En undangengin greinargerð hefur gert augljóst, hvers vegna sama formlegt val á stjórnlist leiddi til alólíkrar niðurstöðu : Rússlandi og vestri: sigurgöngu og upphafs sósíalisma annars vegar, en óslitinna svika og niðurlægingar hins vegar. Ástæðan var sú, að í austri var ríkið hin raunverulega valdamiðstöð sem hægt var að leggja undir sig og umbreyta. Vopnaða uppreistin var rétta svarið við kúgun ríkisvaldsins. í vestri var þingið aftur á móti aldrei raunveruleg valda- miðja. Valdamiðjan var annars staðar. Hún var fólgin í innri tengslum samfélags borgaranna sem gerði ríkið að aukafyrirbæri. Þingmeirihluti leiddi því hvergi neitt það af sér sem líktist hið minnsta sósíalisma. Ríkisþingið var autt leiksvið. Um það bil er flokkar sósíaldemókrata náðu þar meirihluta voru þeir orðn- ir óvirkir vegna hugmyndafræðilegs undirlægju- háttar sem þeir höfðu tileinkað sér í samfélagi borg- aranna. Ósigur og uppgjöf var forsenda fyrir form- legri stjórn á ríkinu. Auðvitað var ýmsum endurbót- um komið á, en á þjóðfélaginu varð cngin eigindar- breyting. Það kom í ljós að þingræðið var vonlaus tálsýn vegna afstæðunnar milli samfélags borgara og ríkis í hinum vestlæga heimi. Valdið var ekki einmiðjað (monocentriskt) í þinginu. Það var fjölmiðjað, og lá fyrst og fremst í höndum þeirra sem höfðu yfirráðin yfir framleiðslu-, dreifingar- og samgöngutækjunum 110 utan við ríkið, í samfélagi borgaranna. Borgaraleg, akademísk hugmyndafræði okkar tíma, „fjölhyggjan“ („pluralisminn"), viðurkennir þetta á vissan hátt og heldur því fram, að það sé kostur hins vestræna kapítalisma að efnalegt vald fellur ekki í sama far og hið formlega pólitíska vald. Það kátlega er að því er haldið fram, að þetta eigi að útiloka „einræðis- stefnur“ (totalitarisma“ -— Raymond Aron). ÚtþYrming á pólitísku inntaki ríkisvaldsins Við getum þá sagt, að nú liggi sósíaldemókratar flatari fyrir auðvaldinu en nokkru sinni fyrr — eins og reynslan sýnir um þá Wilson, Brandt og Nenni. Þeir eru ekki einu sinni endurbótasinnað afl lengur. Táknar þetta að ríkið á Vesturlöndum, sem úrkynjast nú æ meir, hafi minna gildi en áður? Svarið er neikvætt. Það sem þarf er: í fyrsta lagi sundurgreinandi skilningur á ríkinu og í öðru lagi díaleklísk frœðikenning um þróun þess. Þessar stuttu sögulegu umræður láta okkur í té frumatriði í þessa veru. Hvað er, og þá hnitmiðað, ríkið í nútíma auðvalds- þjóðfélagi? Það er þegar augljóst að borgaralegt ríki nútím- ans er blendings fyrirbrigði og verður að gera sund- urgreinandi mun á einstökum hlutum þess. Innan rík- isins eru tvö aðgreind kerfi: (1.) Stöðugt þvingunar og stjórnunartæki —- það sem Lenín kallaði „ríkisvél" — það er að segja her- inn, lögreglan og opinberir embættismenn. (2.) Þau samtök sem hverju sinni hafa á hendi formlega stjórn þessarar vélar — það er að segja sá stjórnmálaflokkur sem hefur þingmeirihluta eða for- seta. Það hefur verið hefð að þessi tvö atriði mynduðu kjarnann í hinu borgaralega ríki. Á 20. öldinni kem- ur þriðja undirkerfið til viðbótar við hin tvö: (3.) Félagsmála- og efnahagsstofnanir ríkisins með eigin hámenntaða framkvæmdastjórn. Oft er litið á félagsmálastofnanir og opinberan rekstur eða stofnanir fyrir skipulagsmál sem inn- byrðis aðgreindar. Og það er sögulega rétt, að félags- málakerfið þróaðist bæði áður en auðvaldsríkið hóf opinbera hlutdeild í iðnaðinum og tókst á liendur -— á næsta stigi — skipulagshlutverk fyrir allt efna- hagslífið. En megintilgangurinn með félagsmálunum og opinberum afskiptum af efnahagslífinu er hinn sami. llvorttveggja á að styrkja auðvaldsskipulagið, annað að draga úr þjóðfélagsóánægju, hitt að tryggja hagvöxtinn. Og ekki nóg með það. í reynd eru þau

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.