Réttur


Réttur - 01.04.1968, Page 45

Réttur - 01.04.1968, Page 45
Frjálst samfélag „í stað hins gamla borgaralega þjóðfélags með stéttum sínum og stéttaandstæðum rís þa upp sam- félag manna, þar sem frjáls þróun hvers einstaklings er skilyrði fyrir frjálsri þróun heildarinnar". Karl Marx og Friedrich Engels: Kommúnistaóvarpið. Þroski „Sósíalisminn er ekki aðeins frelsun hins vinnandi fólks af klafa þess arðráns, sem í afstöðu stétt- anna felst, hann verður og í ríkara mæli en nokkurt borgaralegt lýð- ræði að skapa möguleikana til þess að persónuleiki hvers einstaklings þroskist til fulls. Þeirri vinnandi þjóð, sem engin arðránsstétt .engur drottnar yfir, er ekki hægt að fvrir- skipa með gerræðislegri beitingu valdsins, hvað hún má fá að vita og hvað ekki, hvaða skoðanir hún megi opinberlega láta í ljós og hverjar ekki, hvar almenningsálit hennar megi iáta til sín taka cg hvar ekki.“ Ur starfsskrá Kommúnista- flokks Tékkóslóvakíu, sam- þykktri 5 .apríl 1968. r Abyrgur „Sem byltingarmaður (að svo miklu leyti sem ég get kallast það) finn ég mig ábyrgan fyrir öllum þeim „glæpuni", sem framdir eru af byltingarmönnum hvar sem er í heiminum ... Þegar undanteknir eru geðveikir ntenn og fasistar, þá þykir engum gott að það verði að skapa söguna með því að vega rnenn. En ef þið viljið tala um glæpi, hverjir eru þá saklausir ... Hver og einn verður að ákveða hvoru megin hann ætlar að vera — með valdbeitingu hervaldsins eða valdbeitingu skæruliðanna, — með þeirri valdbeitingu, er kúgar, eða þeirri valdbeitingu, er frelsar ... þið kusuð eina tegund, ég kaus aðra.“ Regis Debray fyrir réttmum í Bólivíu. Svar „Getur lítið land, sem verður fyrst og fremst að byggja á eigin slyrk, sigrað ... amerísku heims- valdasinnana, þessa erki-yfirgangs- seggi, sem eiga gnægð efnis og fjár- hagslegra möguleika? Þetta er hin brennandi spurning vorra tíma. Þjóð Víetnam er að svara henni með sigrum sínum, sem eru hið mikla framlag hennar ti1 allra þjóð t heims. Vo Nguyen Giap. hershöfðingi. Stjórnlist! „Um hina almennu leið stjórnlist- ar í rómönsku Ameríku er næstum algert samkomulag. Hin vopnaða harátta er hér reglan og friðsam- lega leiðin undantekning." Francisco Mieres, einn af leiðtogum Kommúnista- flokks Venezuelu, í World Marxist Review. Frelsi „Það er tákn lífs og þroska í hverjum flokki, að í skauti hans þróist og berjist hófsamari og óbil- gjarnari1 stefnur og sá, sem ein- faldlega rekur þá óbilgjarnari, ýtir með því aðeins undir vöxt þeirra. Verklýðshreyfingin byggir á skörp- ustu gagnrýni á ríkjandi þjóðfélagi, gagnrýni er eðli lífs hennar, hvern- ig getur hún sjálf viljað koma sér hjá gagnrýninni, viljað banna um- ræður? Heimtum við af öðrunt orð- ið frjálst fyrir okkur, bara til þess að afnema það frelsi í eigin röðum? 1 Engels notar orðið „extremere". Friedrich Engels: í bréfi til Gerson Trier í Kaupmanna- höfn. London 18. desember 1889. Martröð „Einu listaverkin, sem sköpuð eru í Bandaríkjunum ,eru neikvæð og niðurrífandi. Bandaríkin hafa glat- að hæfileikanum til jákvæðrar list- sköpunar. Arfur Whitmans og Sand- hurg er ekki meir. Draumur Norð- ur-Ameríku er orðin martröð. Irwin Silber á menningar- þingi í Kúbu i jan. 1968. 115

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.