Réttur


Réttur - 01.04.1968, Síða 54

Réttur - 01.04.1968, Síða 54
World Marxist Review. Prag. 11. árg. 5. hefti. Þetta hefti, maí-heftið 1968, er fyrst og fremst tileinkað minningu Marx. Palme Dull ritar þar ágæta grein um „Marxismann og alþjóða- hyggjuna". L. Leontjew skrifar unt Marxismann og vöru-peninga sam- bandið í efnahagskerfi sósíalism- ans. 0. Reinhold ræðir kreppukenn- ingar marxismans, einkum í ljósi efnahagsástandsins í Vestur-Þýzka- landi og fleiri greinar eru um þessi efni. Gus Hall, ritari Kommúnista- flokks Bandaríkjanna, ritar um „marxismann og einingu alþjóða- hreyfingar kommúnista". Þá komu allmargar greinar um baráttuna gegn heimsvaldastefnunni, þ. á m. mjög eftirtektarverð grein eftir einn forystumann kommúnista í Venezuela, Francisco Mieres um „ráðstefnuna í Delhi og „þriðja heiminn“.“ Er þar að finna góða skilgreiningu og gagnrýni á þessari ráðstefnu um verzlun og þróun (UNCTAD) á vegum Sameinuðu þjóðanna, en 2000 fulltrúar 130 ríkja sátu hana. Þá koma frásagnir frá starfi kommúnistaflokkanna í ýmsum löndum, m. a. frá 12. flokksþingi norska kommúnistaflokksins, — og síðan fréttir frá ofsóknum þeim, sem kommúnistar og aðrir lýðræðis- og þjóðfrelsissinnar sæta í Guate- mala, Israel og Túnis. Social Register. 1968. Þetta ársrit vinstri sósíalista und ir ritstjórn ensku vinstri sósíalist anna Ralph Miliband og John Sa ville flytur að þessu sinni mjög eft irtektarverðar greinar. Má þar sér staklega tilnefna: K. S. Karol, sá, er reit bókina „Kína, heimur kommúnismans“, er Pax-útgáfan gaf út, skrifar grein, er hann nefnir „Tvö ár menningarbylt- ingarinnar". Gerir hann þar tilraun til þess að skilgreina þetta fyrir- brigði og rekja sögulega atburði þess. André Gorz, sem lesendum Réttar er áður kunnur, ritar ýtarlega grein um „Endurbætur og byltingu“. Er það kafli úr bók hans „Le social- isme dijjicile“. John Merrington, sem m. a. hefur dvalið eitt ár við hina kunnu Gram- scí-stofnun í Róm, ritar mjög góða grein og skýrandi um „Fræðikenn- ingu og framkvæmd í ntarxisma Gramscis". Er mikil þörf fyrir ís- lenzka sósíalista að kynnast kenn- ingum hins mikla ítalska kommún- istaleiðtoga, er lézt í fangelsum Mussolinis, sem bezt, því þær eiga mikið erindi til allra, er áhuga hafa á sigri sósíalismans í Vestur-Evrópu. En einmitt um forsendurnar fyrir þeim sigri fjalla kenningar Gramscis og hugleiðingar þessarar greinar. V. B. Kiernan ritar ýmsar hug- myndaríkar en sundurlausar „hug- leiðingar um marxismann 1968, frjó- ar og skemmtilegar aflestrar. Fleiri eftirtektarverðar greinar eru í árbók þessari. Neil Richard Corroboree. Elanbökene. - Utgáfufyrirtækið Ny Dag. - Osló 1966 Þetta er bók, sem á erindi til allra, sem láta sig varða réttindi þeirra, scm minnimáttar eru. Fornleijafræðingurinn Neil Rich- ard lýsir í þessari bók (140 síSur) líji jrumbyggjanna í Ástralíu og þeirri kúgun, er þeir sæta. Danski gagnrýnandinn Per Guðmundsen ritar inngangsorð. Við þekkjum úr mannkynssögunni hvernig hvíti kynstofninn meðhöndl- aði frumbyggja Ameríku, hina hraustu, frjálsu Indíána, sem áttu svo merkilega og að ýmsu leyti fagra menningu, en slóðu Evrópu- mönnum langt að baki í listinni að myrða. Samskonar saga er að gerast enn í Ástralíu. Það er smásaman verið að fremja þjóðarmorð þar, útrýma þeirri merkilegu steinaldarþjóð, er þar bjó fyrir, misþyrma henni á ýmsan máta, loka hana inni í eins- konar fangabúðum („reservöt"), halda einstaklingum hennar niðri, þótt þeir sýni undraverða hæfileika þrátt fyrir aðbúnaðinn o. s. frv. Meðal frumbyggja Ástralíu liafa verið menn, sem skarað hafa frarn úr sem skáld, málarar o. fl., en hvítu mennirnir hafa reynt að halda þeim niðri. Þegar mesti listmálari Ástralíu Albert Namatjira, sem tilheyrði kynstofni frumbyggjanna, dó 8. ágúst 1954, lét „velferðarstjórnar- deildin" taka lík hans á sjúkrahús- inu og grafa í kyrrþey, án þess að iáta konu hans vita né leyfa henni að leggja blóm á gröf hans og enn heldur ríkisstjórnin því leyndu hvar hann er grafinn. Presturinn, Dough Nicholls, sjálf- ur tilheyrandi frumbyggjunum, hef- ur skipulagt baráttu fyrir ættbræðr- um sínum, m. a. látið gera kvik- mynd af einni af eyðingarfangabúð- unum, Warburton Ranges-búðunum. En ennþá hindra yfirvöldin r Ástralíu að sú mynd sé sýnd. —• Frumbyggjarnir voru 1788 um 335000. Nú munu vera 45 þúsund lifandi. Þjóðarmorðið gengur hægt og örugglega. Menn ættu að kynna sér þessa bók um „Aparlheid" Ástralíu, og það því fremur sem hér er um að ræða minnihluta, sem einungis get- ur treyst á samúð annarra. — ls' lendingar, sex alda nýlenduþjóð, þurfa að fara að láta öll þessi mál meira til sín taka en hingað til. 124

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.