Réttur


Réttur - 01.01.1971, Qupperneq 2

Réttur - 01.01.1971, Qupperneq 2
málasviðinu og sviftir verðbólgubraskara borgarastéttarinnar þessum völd- um, — 2) meðan verkalýðsfélögin sætta sig við það með skorti á samheldni á stjórnmálasviðinu að láta lækka kaupmátt launa með lögum og ræna eign- um verklýðsfélaganna með gengislækkunum (sbr. að búið er að stela allt að því helmingi af kaupmætti atvinnuleysistryggingasjóðs verklýðsfélaganna Irá 1966), 3) meðan smásparifjáreigendur sætta sig við skipulagt rán valdhaf- anna á innstæðum þeirra, — 4) meðan þjóðin sættir sig við að láta póli- tískt gjaldþrota ríkisstjórn hrúga upp dollaraskuldum erlendis, sem verða æ óbærilegri fyrir almenning við hverja gengislækkun valdhafanna, — 5) með- an láglaunafólkið, fjöldinn í verklýðssamtökunum, sættir sig við að ráð- herrar og aðrir hálaunamenn bjargi sér með hálaunahækkunum, en yfirstétt- inni gefist tóm fram yfir kosningar til að undirbúa verkfæri sín, komandi stjórnarflokka, til að lækka gengið og hindra með harðstjórn þær kauphækk- anir, sem verkalýðnum almennt er nauðsynlegt að fá. Siðan eftir stríð hefur aldrei fengizt pólitísk aðstaða til að laga allt atvinnu- og fjármálakerfi landsins að kaupgjaldsþörfum verkalýðsins, sökum þess að sú launastétt, er var samstæð og sterk í kaupdeilum var sundruð og því of veik í stjórnmálum. Það er þetta, sem verður að breytast. Það er orðin hin brýnasta nauðsyn fyrir allan verkalýð, alla hina starfandi launastétt íslands, að átta sig á því til fulls, að án pólitísks — og það þýðir sósíalistisks skilnings — á þjóðfélaginu verður verklýðsbaráttan fumandi, hálfborgaraleg hagsmunastreita sundurleitra hópa, sem borgarastéttin snýr á og sundrar í krafti pólitísks valds síns. En með sósíalistískum skilningi á mannfélaginu öðlast verkalýðurinn hinsvegar reisn samstæðrar heildar með háleita hugsjón fyrir stafni, sækir því djarft fram, gagnrýninn á vélabrögð valdastéttarinnar, en skilningsríkur á samstöðuþörf þeirra þjóðfélagshópa, sem eiga samleið með honum. í þessu hefti er komið víða við, vandamál umhverfisins rædd, Parísarkomm- únunnar minst og mynd dregin upp af aldarþróun síðan, örbirgð þriðja heimsins er umræðuefni áfram, skýrt frá skrifum um þjóðfélagsstöðu kvenna, nemendahreyfingin skýrð og endurminningar skráður frá baráttu í Reykjavik fyrir hálfri öld og er þar í reynt að birta nokkrar myndir sem mest frá þeim tíma. RÉTTUR byrjar nú fimmta ár sitt eftir breytinguna. Til að veita nýjum áskrif- endum tækifæri til að eignast nýja Rétt, verða árgangarnir 1968, 1969 og 1970 fyrst um sinn seldir þeim á 100 kr. hver árgangur, árgangurinn 1967 kostar hinsvegar 200 kr. Það minnkar nú óðum það, sem til er af þessum árgöngum, svo þeir, sem hugsa sér að gerast áskrifendur og safna a. m. k. nýja Rétti, ættu að gera það sem fyrst, áður en þetta tilboð fellur úr gildi.

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.