Réttur


Réttur - 01.01.1971, Side 17

Réttur - 01.01.1971, Side 17
SOFFIA GUÐMUNDSDOTTIR „KONAN OG FRAMTÍÐIN” Bók sú, sem hér verður stuttlega getið, nefnist á frummálinu „Demain les femmes’' og kom út árið 1965 í París. Dönsk þýðing, ber heitið „Kvinden og fremtiden" kom út árið 1969 hjá forlaginu Gyldendal. Höfundur bókar þessarár heitir Evelyne Sullerot (f. 1924). Hún stundaði nám í bók- menntum, sögu og félagsfræði og lauk há- skólaprófum í þeim greinum. Hún er gift og fjögurra barna móðir. Evelyne Sullerot er gædd óvenjulegri at- orkusemi og fjölhæfni til starfa. Hún hefur stundað menntaskóla- og háskólakennslu, lagt stund á blaðamennsku ásamt öðrum rit- störfum, en eftir hana liggja nokkrar bækur um söguleg og þjóðfélagsleg viðfangsefni. Bók hennar „Demain les femmes" er mik- ilsvert framlag til þeirrar umræðu og þess endurmats, sem á sér stað varðandi stöðu og starfssvið kvennanna í heimi nútímans. Framsetning öll er hófstillt og fáguð, en engu að síður skýr og markviss. Bókin skiptist í þrjá meginhluta, og í þeim fyrsta ræðir höfundur um fjölskylduna, svið einkamála, hjúskap og móðerni, framfarir í líffræði og 17

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.