Réttur - 01.01.1971, Síða 19
borgaralegum réttindum hefur ekki í einu
vestrænu lýöræðisríki veitt þeim til frambúð-
ar það rými, sem hefði mátt vænta.
Ráðherrar úr hópi kvenna finnast einkum
í löndum þar sem meiri háttar umbyltingar
eru nýafstaðnar, þar sem brotizt hefur verið
til sjálfstæðis og nýs stjórnarfyrirkomulags.
Má þar til nefna Indland, Ceylon, Israel,
Rúmeníu, en vandséð er hvað er tilviljunum
háð, hrein undantekning eða heyrir til bráða-
birgðaráðstafana, og örðugt er að greina hvað
raunverulega bendir fram á við. I Sovétríkj-
unum eru konur allfjölmennar við stjórn-
málastörf, sem tilheyra undirbyggingunni eða
jafnvel upp í miðjum hlíðum, en þær eru
sjaldséðar á toppinum innan þess hóps, sem
fer með hin raunverulegu völd. Þar að auki
hefur þessi hlið málsins þokað um set í vit-
und flestra, þar eð þær hafa óneitanlega for-
framazt verulega og eru á mörgum sviðum
komnar miklu lengra áleiðis en kynsystur
þeirra í löndum vestursins. Jafnhliða því sem
örlað hefur í Sovétríkjunum á vandamálum,
sem eru fylgifiskar nægtaþjóðfélagsins hefur
borið á vissri tregðu gagnvart nýjum hreyf-
ingum og djúpstæðum breytingum. Greini-
lega er stefnt að hinu hefðbundna heimilis-
og fjölskylduformi, og er það spor til baka.
Þetta viðhorf endurspeglast skýrt, þegar litið
er til valdahlutfallsins milli kynjanna.
I Bandaríkjum N-Ameríku hefur kona
aldrei skipað meiriháttar valdastöðu, í Eng-
landi og Skandínavíu þar sem konurnar eru
þó svo sjálfstæðar og skörulegar hafa þær
verið ótrúlega hlédrægar og haldið sig furðu
mikið utan við hinn pólitíska vígvöll.
I Frakklandi hefur síðustu tuttugu árin
verið stigið stórt skref aftur á bak. Tímabilið
eftir lok styrjaldarinnar var hvort tveggja í
senn einskonar pólitísk eldskírn fyrir konurn-
ar, sem fengu loksins árið 1946 kosningarétt
°g kjíirgengi og einnig var það nokkur um-
bylting eftir fjögurra ára Vichy-stjórn og her-
nám Þjóðverja.
Margar þeirra kvenna, sem barizt höfðu í
andspyrnuhreyfingunni, buðu sig fram til
þingkosninga, einkum konur, sem tilheyrðu
vinstri armi stjórnmálanna.Þær náðu umtals-
verðum árangri, og margar voru kjörnar.
Þegar stundir liðu fram, og stjórnmálalífið
fór að ganga sem glaðast, og hér verður því
miður að nota það orð í hinni allra neikvæð-
ustu merkingu þess með öllu, sem það getur
falið í sér af hvers kyns makki, þrátefli frain
og aftur, atkvæðaveiðum, skrumi og dekri við
hina og þessa skoðanahópa, þá sýndi það
sig brátt, að konurnar áttu stórum örðugra
uppdráttar í þessum selskap en karlmennirnir.
Þótt þær sýndu af sér allt eins mikla hæfni
til stjórnmálastarfa, nutu þær ekki sama
tráusts og karlmenn við sambærilegar að-
stæður. Mörgum þeirra var nóg boðið og
drógu sig sem skjótast í hlé. Síðan hefur fyrri
ávinningum ekki verið fylgt eftir með vax-
andi þátttöku kvenna í stjórnmálum, heldur
hefur hún farið stórlega dvínandi.
Varla verður hjá því komizt að álykta sem
svo, að hið virka stjórnmálalega lýðræði sé
enn í órafjarlægð.
Hið svokallaða jafnrétti milli kynja stend-
ur á ákaflega veikum grunni. Við síðustu
sveitarstjórnarkosningar náði reyndar nokkur
hópur kvenna kjöri til setu í hreppstjórnum.
Sumar þeirra voru kjörnar til oddvita d
litlum svæðum þar sem oddvitastörfin eru
samt umfangsmikil og tímafrek, en enginn
sérstakur ljómi stendur af miðað við pólitíska
framabraut, og engin veruleg áhrif fylgja.
Þegar svo er komið,að jafnvel ailra minnstu
ráðhús eru á kafi í skriffinnsku og blekbú-
skap, þá hafa hinir háu herrar misst áhugann
á þeim, og er þá tilvalið að fela þau konum.
Aftur á móti hafa karlmenn haldið áfram
störfum í stjórnum hinna stærri héraða þar
19
L