Réttur


Réttur - 01.01.1971, Page 22

Réttur - 01.01.1971, Page 22
barna á bamaskólaskyldualdri. í fjölmörgum ríkjum vex fjöldi þeirra barna, sem ekki hafa aðgang að neinni kennslustofu. Það er áætlað að aldursflokkurinn frá 15-- 24 ára muni vaxa á áratugunum fjórum frá 1960 til ársins 2000 úr 519 miljónum í 1128 miljónir. 75% æskunnar í dag býr í þróunarlöndunum, 59 miljónir í Afríku, 322 miljónir í Asíu og 44 miljónir í Rómönsku Ameríku. Árið 1962 voru 146 miljónir æskumanna í aldursflokknum 15—24 ára 22 ólæsir. í Afríku 46% í aldursflokknum 10— 14 ára ólæsir, 51% í aldursflokknum 15— 19 ára og 64% í aldursflokknum 20—24 ára. I Asíu voru 50 miljónir ólæsir í aldurs- flokknum 10—14 ára, 42 miljónir á aldrin- um 15—19 ára og 44 miljónir ólæsir í ald- ursflokknum 20—24 ára. Samkvæmt skýrsl- um frá rómönsku Ameríku eru um 33% íbúanna ólæsir. Olæsið er mjög breytilegt frá landi til lands og nær frá 8.6 %í Argentínu upp í 80% á Haiti. A milli þessara yztú marka er Ekvador í meðaltali, en þar voru 32.5% íbúanna ólæsir árið 1960. Argentína, Chile, Costa Rica, Mexico, Panama, Paraguay og Venezúela eru fyrir ofán meðaltal. Hin ríkin fyrir neðan. Þannig mætti endalaust þylja upp tölur um ólæsi í heiminum, einkum í þróunarlönd- unum, og þó segja þessar tölur lítið um að- steðjandi vanda, því tvöföldun íbúatölu jarð- arinnar á næstu 40 árum gerir vandann enn geigvænlegri, og tölurnar enn stærri. TILRAUNIR TIL ANDÓFS Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna sam- þykkti árið 1968, að árið í ár skyldi vera alþjóðlegt menntunarár og var UNESCO, Menningar- og vísindastofnun Sameinuðu þjóðanna, falið að sjá um framkvæmd þess. Hugmyndin að baki samþykktinni var sú, að hver ríkisstjórn og alþjóðastofnun legði sérstaka áherzlu á menntamálin árið 1970 og þá einkum að sameina kraftana í barátt- unni við ólæsið. Hafa ýmis ríki gert stórhuga áætlanir í því sambandi. Baráttan við ólæsið mun taka fjöldamörg ár og því þyrfti fremur mörg menntunarár eins og 1970. Þannig gera fjölmörg þróunar- J

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.