Réttur


Réttur - 01.01.1971, Qupperneq 27

Réttur - 01.01.1971, Qupperneq 27
EINAR OLGEIRSSON: FRÁ PARÍSARKOMMÚNU TIL HEIMSBYLTINGAR Hundrað ár eru liðin frá fyrstu — skammlifu — verkalýðsbyltingunni í veröldinni. Hvað líður heims- byltingunni á þessu hundrað ára afmæli? Ýmislegt er sagt um örlög hennar. Sumir hæðast og segja hana horfna, hún hafi aðeins verið draumur skýja- glópa. Aðrir — hugsjónamenn miklir — óttast að hún sé svikin eða dauð. Og enn aðrir hrópa að þeir einir séu hinir sönnu heimsbyltingarmenn, allir aðrir aðhyllist gagnbyltingu, hvað svo sem þeir kalli sig. — Það mun því engin vanþörf að skygn- ast um við aldarhvörf og svara spurningunni: Vöku- maður, hvað líður deginum? 1. LOGINN FRÁ PARÍS Verkalýður Parisarborgar hafði I ódauðlegum hetjuskap sínum brugðið upp þeim kyndli 1871, sem lýst hefur heiminum í heila öld. Það var ekki í fyrsta skipti, sem sá verkalýður lét til sin taka. I þeim byltingum, sem urðu borgarastéttarinnar er til kom, hafði hann ætíð reist á loft rauðan fána öreiganna, til að minna á tilveru sina og takmark: Babeuf í byltingunni miklu 1789, verkamenn sjálfir í júní-uppreisninni 1848. En ætið voru þessar upp- reisnir verkamanna kæfðar í blóði. Svo var og um Parísarkommúnuna, þessa félagslegu og þjóðernis- legu byltingu alþýðunnar í París gegn auðvaldi land- ráðanna. Frönsku og þýzku burgeisarnir sameinuð- ust í bræðralagi byssustingjanna, til að murka lífið úr verkalýðshetjum Parísar með villimennsku og grimmd, sem varð undanfari allra hryðjuverka gagn- byltinga og afturhalds í heila öld. En alþýðan í París hafði sannað að verkalýðurinn gat tekið völdin, nú var eftir að læra að varðveita sigurinn. Fordæmið frá Paris fór eldi um hugi allra kúg- aðra hvar sem var. Og þegar rússneska byltingin 1917 hafði staðið I yfir þrjá mánuði sagði Lenín hróðugur við einn samstarfsmann sinn: Nú höfum við enzt lengur en Parísarkommúnan! Og fyrir Engels og Marx var valdataka verkalýðsins I Paris hin mikla fyrirmynd i skrifum þeirra um ríki verka- lýðsins og svo varð og um fræðirit Lenins „Riki og bylting". Og enn er Parisarkommúnan óþrotleg uppspretta lærdóms um völd verkalýðs, bæði víti til varnaðar og fordæmi til eftirbreytni. En í svipinn var það auðvaldið, sem sigraði — um skeið. Næstu áratugir urðu eitt mesta upp- gangstímaþil þess. 2. VERÖLD SEM VAR — OG HRUNDI Um aldamótin 1900 drottnuðu auðmannastéttir Evrópu og Norður-Ameriku yfir gervallri veröldinni, höfðu skipt upp löndunum i nýlendur og hálfnýlend- ur, er allar lutu boði þeirra og banni, arðráni og blóðugri kúgun. Og þær hugðu riki sitt mundi vara til eilifðar, yfirdrottnun þeirra væri náttúrulögmál. Saga tuttugustu aldarinnar er sagan af hruni 27

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.