Réttur


Réttur - 01.01.1971, Side 33

Réttur - 01.01.1971, Side 33
Viss atriði þarf þó að muna þegar dregin er upp mynd af „verkalýð í velferðarríki": „Velferðarríkin" eru fá. Og meira að segja í þeim er alltaf nokkur fjöldi fólks, sem berst við sára fátækt vegna erfiðrar aðstöðu i lífinu. Og þrátt fyrir velgengni í dag i þessum fáu „velferðarrikj- um", vofir atvinnuleysi og kreppa sifellt yfir sem hætta: öryggið skortir. Og í löndum e:ns og Italiu og Frakklandi og stórum hluta Englands er fátækt- in enn höfuðbölvaldur alls þorra verkalýðs. Hja þessum hluta verkalýðs stóriðjulandanna gilda þvi enn hin gömlu rök fyrir sósíalisma. En gagnvart þeim hluta verkalýðs og starfsfólks, sem býr við góð laun eftir gömlum mælikvarða, nýíur menntunar og áhrifa í mannféiaginu, gilda ekki aðeins rökin um arðránið, atvinnulega ósjálf- stæðið, firringuna og öryggisleysið. Það eru komin til ný rök, sem eiga alveg sérstaklega að tala til ábyrgðartilfinningar þessa launafólks, þessa fag- lærða, menntaða, oft hámenntaða verkalýðs: Auðvaldsskipulagið ógnar sjálfu mannlifinu, til- veru mannkynsins ófram á jörðunni: Atómsprengjurnar eru þegar framleiddar í svo ríkum mæli að nægir til að drepa hvert mannsbarn á jörðinni — og ameríska auðvaldið sýndi í Híró- shima og Nagasaki að það var reiðuþúið að nota þser. Stóriðja auðvaldsins er þegar að menga and- rúmsloft jarðar, svo stórhætta er orðin að á vissum svæðum. Stóriðjuhöldarnir hafa þegar gerzt sekir um framleiðslu efna, sem vanskapa fóstrin. Eitrun sjávarins af völdum efnaiðnaðar, sem rekinn er af hamslausri gróðafikn, er tekin að drepa ýmist líf i sjónum eða gera fiska hættulega til manneldis. Hugsanlegt vald vísindanna yfir hugum og tilfinn- ingum mannanna opnar ný hættusvið. Andrúmsloftið, vatnið, heilbrigði sálar og líkama er allt í hættu, ef hamslaus gróðafíkn fámennrar samvizkulausrar yfirstéttar er látin ráða áfram gangi málanna í veröldinni. Þetta segja nokkrir visinda- menn veröldinni nú þegar, en valdhafarnir munu ekki taka tillit til þessa fyrr en verkalýður stóriðju- landanna hefur tekið þessi mál með á stefnuskrá sina. Til þess þarf hann þroska, meiri þroska og þekk- ingu en hann hefur nú. Launafólki því, sem nú býr við þolanleg kjör, verður að skiljast að lífið sjálft er j veði, mannlífið, — að það verður sjálft að heyja þaráttu fyrir lífi sínu og barna sinna, lifi mannkynsins á jörðunni, baráttu gegn atómsprengju og mengun, baráttu gegn arðráni, baráttu fyrir rétt- Af tilviljun verður oss reikað Framhjá litlu hrörlegu bakhúsi Móðirin er horfin veg allrar veraldar Einsetnkona eitt sinn svífandi bóndadóttir Sitnr þar grá og hokin á tröppu Mcenir á oss ókunna vegfarendur og spyr lágt Er hreinsnnareldurinn slokknaður Er búið að frelsa heiminn. Jóhannes úr Kötlum: Óðurinn um oss og börn vor. læti til handa ibúum þriðja heimsins, — og allt þetta verður barátta fyrir afnámi auðvaldsskipu- lagsins, fyrir myndun mannfélags, þar sem ein- vörðungu sé stjórnað með nútíðar- og framtiðarhag og öryggi starfandi mannkyns fyrir augum, stjórnað af því sjálfu og fyrir það sjálft. Sá hluti almennings, sem fljótastur hefur orðið til að skilja einmitt þessi nýju vandamál eru ungu menntamennirnir, og þessvegna hafa einmitt hinar róttæku stúdentauppreisnir sett mark sitt á siðasta áratug og allur sá órólegi æskulýður, sem i fyrsta skipti i veraldarsögunni horfist í augu við þann möguleika að fá sem heild aldrei að verða fullorð- inn. Þetta er líka sá hluti komandi launafólks, sem bezt hefur skilið nauðsynina á samfylkingu við undirstéttir þriðja heimsins, alveg sérstaklega við Þjóðfrelsishreyfingu Vietnam. Það má svo að orði komast um þann tiltölulega vellaunaða verkalýð stóriðjulandanna, sem hér hefur verið rætt um, — ef menn vilja orða það ofurlítið öfgakennt, — að hann hafi öllu að tapa: lífinu, framtíðinni, lifskjörunum, ef hann ekki setur auð- mannastéttina frá völdum og tekur sjálfur stjórn- ina á mannfélaginu í sínar hendur, enda hafi hann þroskað sig svo stjórnmálalega og félagslega og lært bæði af mistökum og afrekum annarra, að hann megni að byggja upp sameignarþjóðfélag þessara stóriðjulanda sem lýðstjórnarskipulag menntaðra starfsstétta og frjálsra i heilbrigðu um- hverfi, — og rétti bróðurhönd samhjálpar hinum 33

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.