Réttur


Réttur - 01.01.1971, Síða 34

Réttur - 01.01.1971, Síða 34
vinnandi og hungrandi hluta mannkynsins til frels- isbaráttu og uppbyggingar í heimshluta hans. 7. AUÐVALD í ÚLFAKREPPU Auðhringavald veraldar er í úlfakreppu, þótt ríkt sé og voldugt, berist mikið á og láti hátt. Sífellt þrengist hringurinn að því og þótt verkalýður stór- iðjulandanna sjálfra sé eigi enn í byltingarhug, þá titrar þó „fúin mannfélagshðll" auðvaldsins öðru hvoru af voldugum verkföllum vel skipulagðra verkalýðssamtaka eða jafnvei af uppþotum og upp- reisnum stúdenta eða negra, svo ekki sé talað um hinar fornu ný-lendur og hálf-lendur. Auðmannastétt Bandaríkjanna hugðist fyrir rúm- um tveim áratugum, hrinda sókn sósialismans til baka („roll back“), þurrka fyrst út alþýðulýðveldin og síðan mola Sovétrikin sjálf með atómsprengju sinni. Nú verður þessi volduga og rika stétt að sætta sig við byltingarhreiðrið Kúbu við bæjardyrn- ar — og horfa upp á fordæmi þess fylgt í fleiri löndum Monroe-kenningarinnar. Enginn skyldi þó vanmeta hvorki vald né slægð né grimmd auðmannastéttanna, þótt þróunin hafi verið þeim andstæð um áratugi. Auðvald Bandarikjanna á þær helsprengjur kjarn- orkunnar, er geta bundið endi á tilveru mannanna. Auðvald heimsins hefur sýnt mikla hæfileika til að laga sig að nýjum kringumstæðum og læra af andstæðingum sínum, marxistunum. Það hefur sýnt slægð sína í „nýlendustefnunni nýju", að ná þar efnahagslegum undirtökum, sem það áður hafði stjórnarfarsleg yfirráð. Það hefur lært af marxism- anum að reyna að hafa áhrif á kreppulögmál auð- valdsskipulagsins: beita áhrifum rikisvaldsins til þess að hindra að kreppurnar yrðu svo djúpar sem fyrrum, þótt sú bogalist kunni enn að bregðast því. Og framar öllu hefur auðvald heimsins gert fjöl- miðlunartækin — hverra áhrif hafa margfaldast — blöð, sjónvarp, kvikmyndir o. s. frv. að svo að segja einokuðum áhrifatækjum sínum, svo að segja má að þau séu nú svipað „ópíum fyrir fólkið" — ekki sízt það, sem værukært verður vegna stund- arvelgengni — og trúarbrögðin voru forðum i þjón- ustu yfirstétta. Áhrifavald þessara geigvænlegu áróðurstækja auðmannastéttanna verður þvl tilfinn- anlegra og hættulegra sem áhrifatækjum verkalýðs- hreyfingarinnar hefur hnignað bæði að gæðum og magni siðustu áratugi i Evrópu og Ameriku, þrátt fyrir og sumpart vegna aukins valds alþýðuríkja, sem ekki skilja alþjóðlegt gildi áróðursins fyrir bar- áttu sósialismans, en gefa hinsvegar sjálf auðvald- inu hvað eftir annað góða aðstöðu til áróðurs gegn sósialisma. Sósíalistiska verklýðshreyfingin þarf sannarlega að sýna hæfni sina til þess að læra af auðvaldinu í þessum efnum, en láta það ekki bara læra af sér. Georg Brandes sagði eitt sinn að ekkert villidýr jarðarinnar væri eins grimmt og burgeisinn, sem óttaðist um peninga sina. Auðmannastétt Bandaríkjanna hefur þegar sýnt að i grimmd tekur hún öllu fram, sem áður hefur þekkzt á jarðriki. Það sannar þlóðferillinn frá Hiro- shima til Vietnam. Það eru engin þau hryðjuverk til, sem þessari yfirstétt er ekki trúandi til. Og hún er um leið sú yfirstétt veraldarsögunnar, sem mest- an hefur máttinn til illverka af þeim öllum, einnig þess ilivirkis að útrýma lífinu á jörðinni. 34

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.