Réttur


Réttur - 01.01.1971, Page 52

Réttur - 01.01.1971, Page 52
Gomulka með konu sinnl 09 syni 1934. Gomulka á leynifundi miðstjórnar 1943. Rajk o. s. frv.). Sumarið 1951 var hann tek- inn fastur, eins og þeir félagar hans, Kliszko, Spychalski o. fl. Vofðu nú yfir þeim réttar- höld, þar sem ákæran hljóðaði á „gagnbylt- ingarstarfsemi”, zionisma o. s. frv. En Gom- ulka beygði sig ekki. Eftir dauða Stalíns 1953 var linað á fangavist hans, en hann kom ekki afmr fram opinberlega fyrr en i hinum sögufræga októbermánuði 1956, þeg- ar hann tekur á ný við forystu flokksins sem aðalritari og með samkomulagi hans og Kru- stjofs, pólska og sovézka flokksins 19- okt. er Póllandi forðað frá miklum sorgarleik. Pólski verkamannaflokkurinn hafði unnið mikið afrek í að byggja upp sitt eydda land og brotnu borgir. Og þegar Gomulka tók við forustunni á ný 1956, var hann þjóð- hetja, vinsælasti maðurinn í föðurlandi sínu, ekki sízt fyrir að berjast eindregið fyrir sjálf- stæðri „pólskri leið til sósíalismans". Og for- ustu hans, einkum á fyrstu árunum, mun ætíð verða minnzt sem mikils afreks. Nú hefur Gomulka látið af forustu eftir mistökin og mótmælin miklu í desember 1970. Hefur hann veikur maður verið lagður á sjúkrahús. Það er rannsóknarefni fyrir marxista hvað veldur þeim breytingum, sem orðið hafa á þessum ágæta foringja. Ekki hefur hann spillzt af nautn valda og hálauna. Haft er fyrir satt, að löngum hafi hann sent helming- inn af launum sínum til baka til flokksins og allan þennan tíma hefur hann búið í blátt áfram þriggja herbergja íbúð með konu sinni, sem raunar er af Gyðingaættum. Er hér m.a. að verki sú einangrun, sem rík- isvaldið veldur handhöfum þess? Flokkurinn er víða í þessum alþýðuríkjum orðinn alltof innlimaður í ríkisvaldið, umræður um stjórn- mál orðnar takmarkaðar við æðstu flokks- stjórn, en sambandið við alþýðu orðið slitrótt. Og ef þetta er orsök ógæfunnar, þá er sökin

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.