Réttur - 01.01.1971, Blaðsíða 54
Nýlega hefur þetta risafyrirtæki lagt tvö
stór fyrirtæki undir sig. Annað er bandaríska
fyrirtækið Libby, Mc Neill & Libby, voldug
niðursuðusamsteypa í Chicago, sem 1965 var
230. iðnfyrirtæki Bandaríkjanna að stærð og
með um 100 miljón dollara höfuðstól (8800
miljónir íslenzkra króna) og 300 miljón doll-
ara veltu (= 26400 miljónir ísl. kr.). Hitt
er svissneska fyrirtækið Ursina Vrank AG,
sem hafði 1970 veltu er nam um 38.000
miljónum ísl. kr. og 15.000 starfsmenn.
Nestle hafði áður en þetta gerðist 240.000
miljóna króna veltu og 92 þúsund verka-
menn í sinni þjónustu. Eftir þessa samsteypu
hefur auðhringurinn að líkindum 312.000
miljóna króna veltu og getur þá jafnvel orðið
stærri hvað veltu í matvöru snertir en sjálfur
Unilever-hringurinn brezk-hollenzki, sem er
annað voldugasta iðnfyrirtæki heims utan
Bandaríkjanna, en Shell er stærra.
Þannig vaxa auðjöfrarnir og auðmagnið
færist æ á færri hendur.
VESTUR-EVRÓPSKT
KOMMÚNISTAÞING
Dagana 11. til 13. janúar komu saman
fulltrúar kommúnistaflokkanna í Vestur-
Evrópu í London, til þess að ræða sameigin-
leg viðbrögð verkalýðsins gagnvart alþjóð-
lega hringavaldinu. Eru nú æ meiri brögð
að því að sömu auðhringarnir eigi fyrirtæki
í mörgum löndum og skapast þá þörf á sam-
eiginlegri baráttu verklýðssamtakanna gegn
slíkum hringum. Ennfremur gætir nú í æ rík-
ara mæli innrásar bandarísks auðmagns í
Evrópu og beitir það sér ekki sízt fyrir því
að sameina markaði landanna í einn markað
og jafnframt ríkin í eitt ríki. Verður æ nauð-
synlegri samvinna verkalýðsins bæði á fag-
legum og pólitískum grundvelli til þess að
svifta þessa auðhringa valdaaðstöðu þeirra og
varðveita sjálfstæði þjóðanna, þótt samvinna
þeirra fari vaxandi.
I Noregi ræður nú erlent auðvald fjórð-
ungi fjármagns í hlutafélögum, en af þessu
erlenda auðmagni er 27% bandarískt, 15%
brezkt, 11% svissneskt, 11% franskt, 10%
frá Kanada og 5% frá Belgíu. Sænskt auð-
magn er 13%, en danskt 3%.
Samstarf verklýðshreyfingarinnar í öllum
auðvaldslöndum Evrópu er mjög aðkallandi
og gott að kommúnistaflokkar og aðrir rót-
tækir sósíalistaflokkar þessara landa hafi for-
göngu um það. Sósíalistísk verklýðshreyfing
Islands þarfnast í auknum mæli slíks sam-
starfs eftir að svissneskt og bandarískt fjár-
magn hefur náð lykilaðstöðu í iðnaði á Is-
landi.
54