Réttur


Réttur - 01.04.1971, Side 6

Réttur - 01.04.1971, Side 6
íslenzk stjórnarvöld sig til þess að taka upp samninga við Breta (og síðar Vestur-Þjóð- verja), ef til mála kæmi að stækka landhelg- ina enn frekar, en sætta sig við úrskurð al- þjóðadómstólsins í Haag ef ekki næðist sam- komulag. Landgrunnshafið utan 12 míln- anna var þannig gert að sameiginlegu yfir- ráðasvæði Islendinga, Breta og Vestur-Þjóð- verja. Ráðamenn Sjálfstæðisflokksins og Al- þýðuflokksins töldu sig hafa náð því marki að hlendingar gcetu gert það eitt sem aðrir samþykktu eða sœttn sig við. Full ástæða er til að ætla að ráðamenn núverandi stjórnarflokka hafi ímyndað sér að nauðungarsamningarnir 1961 væru endan- leg lausn Iandhelgismálsins; til þess mundi aldrei koma framar að ágreiningur yrði um stærð fiskveiðilögsögunnar milli okkar og annarra. Þeim hefur ekki orðið að þeirri trú. Því veldur ekki aðeins pólitísk þróun innan- lands, heldur og ytri aðstæður sem valdhaf- arnir sáu ekki fyrir. Þegar nú blasir við sá geigvænlegi háski að fiskimið okkar verð' upp urin af erlendum veiðiflotum, sem beita hinni fullkomnustu veiðitækni, verða samn- ingar þeir sem gerðir voru 19 Sl átakanlegur votmr um pólitíska skammsýni. S'ÖMU ANDSTÆÐU SJÓNARMIÐIN Fróðlegt er að gera sér grein fyrir því að í átökunum um landhelgismálið speglast þau andstæðu sjónarmið sem setja æ skýrari svip á íslenzka þjóðmálabaráttu: Eiga Islend- ingar sjálfir að ráða yfir landi sínu og hafi, orku og auðlindnm, eða eiga þessi verðmœti að vera sameign okkar og annarra sem hafa hug á að nýta þau. Þegar Islendingar hófu sjálfstæðisbaráttu sína gegn Dönum og leiddu hana til sigurs, var það meginsjónarmið ríkj- andi, að Islendingar ættu sjálfir að ráða yfir landi sínu og atvinnuvegum án íhlutunar annarra. Landgrunnslögin sem sett voru 1948 voru liður í þeirri sókn og áttu að verða for- senda þess að Islendingar tryggðu sér einka- rétt yfir landgrunnshafinu öllu. Að undanförnu hafa íslenzk stjórnarvöld hins vegar aðhyllzt þveröfug sjónarmið í sí- auknum mæli. Erlend herseta er orðin varan- legt ástand. I stað þess að menn hugsuðu sér áður að vatnsföilin miklu framleiddu orku handa Islendingum, telja valdamenn nú sjálf- sagt að erlendir auðhringir fái að nytja þau og flytja arðinn að verulegu leyti úr landi. I stað þess að það var áður almenn regla að Islendingar ættu að eiga öll atvinnutæki í landi sínu, eru nú birtar auglýsingar um fossa og hveri í erlendum blöðum og falazt eftir útlendum fyrirtækjum, stórum og smáum, til þess að hagnýta þær auðlindir. Sú kenning er boðuð af ráðamönnum að hið íslenzka þjóðfélag sé aðeins lítil kæna sem muni drag- ast aftur úr hinum miklu hafskipum stór- þjóðanna, að við verðum að sameinast stærri heild, að bezta ráðið til að tryggja sjálfstæði þjóðar sé að fórna sjálfstæði hennar, eins og Gylfi Þ. Gíslason komst að orði á 100 ára afmæli Þjóðminjasafnsins. Tillagan um stœkkun fiskveiðilögsögunnar i 50 mílur gengur í herhögg við þessa kenn- ingu. Hún gengur einnig í berhögg við þá stefnu sem framkvæmd er af Efnahagsbanda- lagi Evrópu, en aðildarríki þess hafa fulla heimild til þess að veiða í landhelgi hvers annars. Þeir íslenzkir váldamenn sem telja að sjálfstæðrsstefna sé orðin úrelt, að við verð- um að fórna yfirráðum okkar í von um að öðlast í staðinn hlutdeild í auðæfum stærri heildar, eru af þeim ástæðum andvígir stækk- un fiskveiðilögsögunnar. Þeir munu trúlega ekki láta þau viðhorf nppi, a. m. k. ekki fyrir kosningar, en takist þeim að halda völd- um munu þessi almennu viðhorf einnig móta ákvarðanir þeirra í landhelgismálum. 62

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.