Réttur


Réttur - 01.04.1971, Qupperneq 9

Réttur - 01.04.1971, Qupperneq 9
Það er eitt megineinkenni, á frásagnarað- ferð Svövu Jakobsdóttur, hvernig hún notar ýmis einföld og algeng orðtök óeiginlegrar merkingar af mikilli hugkvæmni. Hún lætur þau birtast í bókstaflegri merkingu og þenur frásögnina út fyrir endimörk hins raunveru- lega inn á svið hins fáránlega. Furðusagan á sér einatt stoð í kunnum talsháttum máls- ins. Þessi aðferð gefur vitanlega tilefni til margskonar skilnings. Táknmálið má ráða með ýmsum hætti, og það vekur fjölmargar spurningar forvitnilegar til íhugunar. Henni tekst að láta slík tákn falla að rök- réttu samhengi í frásögninni. Þegar bezt lætur verða þau allt að því eðlilegur hluti hennár, rétt áframhald. Stíll Svövu er kyrrlátur og einfaldur á ytra borði, en undir niðri örlar á sérstæðri kímni samfara óhugnaði. Hún bruðlar ekki með orð, en nær einbeittum stíl og hnitmið- uðum. Orðin eru ekki verðfallin. í seinni tíð hefur margt verið skrafað og skeggrætt um hlutverk bókmenntagagnrýn- enda, hvaða tilgangi skrif um bækur beri að þjóna. Hafa þeir vísu menn fengið orð í eyra úr ýmsum áttum. Mörgum hefur virzt sem bókmenntaumræða snerist á stundum full- mikið um hinn ytri búning skáldverka, vinnu- brögð höfunda og aðferðir, en öllu mintia um sjálft inntak verkanna. Sízt er að efa það, að könnun á stíl og vinnuaðferðum höfunda sé skemmtilegt við- fangsefni fyrir þá, sem á annað borð komast upp á það krambúðarloftið að fjalla um slíkt. Varla fer heldur hjá því, að almennir lesend- ur verði nokkurs vísari um mikilvæg atriði skáldskapar, Jx'gar glöggir menn og sérfróðir taka til að kryfja skáldverk. Vitanlega skiptir hið ytra form miklu, þar skilur milli feigs og ófeigs hvort höfundur ræður fyrir þeim tóni, sem nær eyrum les- andans. Hins vegar eru fjölmargar spurningar varðandi innihald verkanna, sem engan veg- inn má víkja sér undan að leitast jafnhliða við að svara, t.d. hvað eru höfundar í raun- inni að segja okkur, eru þeir að segja okkur satt, fáum við í bókum þeirra raunsanna mynd af þeim veruleika, sem umlykur okk- ur, hvað er það í samtímanum, sem orkar svo sterkt á eftirtekt þeirra, að það knýr þá til að setja saman bækur, eiga þeir við okkur erindi? Víst er um það, að Svava Jakobsdóttir fer enga erindisleysu með ritverkum sínum. Bæk- ur hennar hafa verið lesnar með ýmsu móti og hefur sýnzt sitt hverjum, hvernig beri að lesa og ráða í táknmál þeirra. A það hcfur verið bent, að það rýri nokkuð gildi bókar sem „Leigjandans", hve bygging sögunnar og framsetning öll býður upp á það að lesa haná að allegórískum hætti, sem leitar beinnar raunverulegrar samsvörunar við táknmáli bókarinnar hverju sinni, en um- tak þess sé ekki nógu algilt að merkingu, mikils til of þröngt. Svo eru aðrir, sem vilia líta á hana sem slitna úr öllum tengslum við veruleikánn, mynd, sem hvíli i sjálfri sér. Enn aðrir vilia fá meiri háttar átök og hetjuskap, jákvæðar persónur. sem sýni af sér siðferðisþrek og bregðisr af röggsemi og manndómi við aðsteðjandi vanda. Sú hugsun verður áleitin við lestur „Leigj- andans", að höfundur sé þar að segja sögu með býsna ákveðinni uppistöðu og rekja feril þar sem nokkur meginatriði eru einkar ljós, með skírskotun til þróunar mála á liðnum árum og áratugum. Sagan gerist öll innan fjögurra veggja á litlu heimili, en nær langt út fyrir það þrönga svið, vekur til að mynda hina áleitnu spurn- ingu um að standa eða standa ekki á eigin fótum, spurninguna um samskipti lítillar 65
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.