Réttur


Réttur - 01.04.1971, Side 11

Réttur - 01.04.1971, Side 11
Hann gengur um í fjörunni, og þeim verð- ur ekki um sel. „Var þá aldrei lát á fólki í þessum heimi”? Honum varð tæpast vísað á bug, gengur um í kulda og snjókomu, frakkalaus í þokka- bót. Konan er sárhneyksluð á því, að hann skuli ekki eiga sér almennilega yfirhöfn og leggja það á aðra að horfa upp á annað eins. Hún óttast mest, að hún fari að finna til samkenndar með honum, en þá man hún eftir gluggatjöldunum góðu, sem hún var nú „loksins komin réttu megin við". „Orskoti áður en kuldinn náði til hennar dró hún fyrir gluggann og byrgði sýn." Þá er margumræddur sá kafii bókarinnar þar sem eiginmaðurinn er sýndur sem brjóst- mylkingur konu sinnar. Mörg hefur útlegg- ingin verið allt frá fjallkonunni, móður jörð og því um líku til hins nánara samlífs þeirra hjóna, enda hafa menn nú í þeim mæli feng- ið „sexið" á heilann, að það hlaut að koma til tals í þessu sambandi. Pétur er stúrinn og svartsýnn. Þá er það eiginkonunnar að gegna eins konar móður- hlutverki og skapa karlmanninum skjól og athvarf, þar sem hann getur, örþreyttur af amstri daganna, horfið aftur á vit bernsku sinnar, en við barm eiginkonunnar. Hún tek- ur við af móðurinni. Hún bjó manni sínum fagurt og vistlegt heimili .kannast einhver við orðalagið? Hann torgar ekki nema helmingnum af því, sem hún getur í té lárið, hitt fer til spill- is. „Hvað var hann að biðja um meira en hann gat torgað". Pétur aftekur það margefldur og endur- nærður, að konan taki sinn þátt í því að tryggja afkomu þeirra með vinnu utan heim- ilisins og kveðst vera fullkomlega einfær um að ráða fram úr þeirra málum. Þar við situr, hennar svið er afmarkað inn- an fjögurra veggja, staða hennar ráðin. Svava Jakobsdóttir hefur lög að mæla, þeg- ar hún talar til kynsystra sinna íslenzkra og sýnir þeim hið fjarstæðukennda við hið þröngt afmarkaða starfssvið þeirra og það kynferðismisrétti, sem er ótrúlega fast í sessi. Það er mála sannast, að íslenzkar konur hafa löngum haldið sig utan þeirra svæða þar sem vandamálum samfélagsins er ráðið til lykta. Fátt bendir til þess, að breytinga sé að vænta í þeim efnum. Með því að bregða ljósi fáránleikans yfir alkunnar, hversdagslegar staðreyndir tekst Svövu með eftirminnilegum hætti að afhjúpa hið fjarstæðukennda við aðstæður, sem alltof margir eru löngu samdauna. Á síðastliðnu ári skrifaði Svava Jakobs- dóttir leikrit „Hvað er í blýhólknum" þar sem knýjandi samfélagsvandamál er tekið til meðferðar. Þar rekur hún æviferil ungrar konu, giftrar og tveggja barna móður og greinir frá því, hvernig henni reiðir af allt frá því hún er lítil telpa og þar til hún stend- ur uppi ekkja með ung börn á framfæri. Hún sýnir hvernig lífi hennar er beint í ákveðinn farveg án þess að vilji hennar sjálfr- ar fái þar nokkru um þokað. Hún fær ekki að velja sér starfssvið. Þarna birtast ljóslega þær hindranir, sem á vegi hennar verða, í formi óhagganlegra lögmála allt frá fyrstu uppeldisáhrifum af hálfu heimilis og skóla t’l þeirra fiötra, sem rangsnúin viðhorf, for- dómar, rótgrónar veniur, reglugerðir og laga- ákvæði fella á hana. Hún verður að rækja skyldur sínar á heim- ilinu, og ábyrgðin hvílir á henni af fullum þunga, en hvað varð af rétti hennar til per- sónulegs lífs? Hún er fyrirvinna, starfar í banka svo að eiginmaðurinn geti lokið há- skólaprófi, en fær ekki sjálf að ganga óhindr- uð sína námsbraut og sérhæfa sig á því sviði, sem hugur hennar stendur til. Að loknu námi eiginmannsins er röðin 67

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.