Réttur - 01.04.1971, Qupperneq 14
LÚÐVÍK JÓSEPSSON:
ERLEND STÓRIÐJA
EÐA INNLEND IÐNVÆÐING
Hitt mesta ágreiningsmál í íslenzkum
stjórnmálum í dag er um stefnuna í atvinnu-
málum, og þá fyrst og fremst um það, með
hvaða hætti skuli byggja upp atvinnulíf
landsmanna á komandi árum.
STEFNA RÍKISSTJÓRNARFLOKKANNA
Forystumenn stjórnarflokkanna og nokkrir
helztu ráðunautar þeirra í efnahagsmálum,
halda því fram, að þjóði geti ekki lengur
treyst á sína gömlu grundvallar atvinnuvegi,
eins og sjávarútveg og landbúnað, né heldur
þann iðnað, sem þróazt hefir í landinu til
þessa.
I hvert sinn, sem eitthvað bjátar á í efna-
hagsmálum er talað um „svipt/lan sjávarafla"
og „frumstœðan landbúnað" og allri skuld-
inni skellt á atvinnuvegina og gæði landsins.
Hvað eftir annað hafa ráðherrar og efna-
hagssérfræðingar þeirra lýst yfir þeirri skoð-
un sinni, að vonlaust sé, að landsmenn geti
tryggt sér sambærileg lífskjör og aðrar þjóð-
ir, nema breytt verði gerð atvinnulífsins í
grundvallaratriðum.
Sömu aðilar hafa síðan flutt þjóðinni þann
boðskap, að eina leiðin til að auka verulega
hagvöxt þjóðarinnar og um leið til að tryggja
grundvöll að bættum lífskjörum, sé að koma
upp stóriðju-rekstri í landinu.
„Með stóriðju skapast festa og öryggi i
efnahagsmálum, en fyrr ekkisagði forsæt-
isráðherra landsins fyrir nokkru síðan um
70