Réttur - 01.04.1971, Page 23
og Þýzkalands í dag. Hún var konan sem
barðist af sannfæringu gegn allri tilslökun
og tilgangslausri málamiðlun við óvininn.
Hún barðist gegn þýzkri endurskoðunar-
stefnu og öreigaalræði Leníns. A okkar máli
þýddi þetta vestrænt neyzluþjóðfélag og aust-
urevrópskt framleiðslusamfélag.
Síðar — þegar hrifningin og bjartsýnin
dvínuðu og einangrunin frá fjöldanum var
farin að segja til sín — birtust þeir félagarn-
ir Lenín og Trotský.
Þýzku stúdentarnir og evrópska andófs-
hreyfingin báru mikla virðingu fyrir Lenín
en komust aldrei í neitt innilegt samband
við hann. Þá grunaði að hann ætti einhvern
óskilgetinn þátt í stalínismanum og ógöng-
um sósíalismans í Austur-Evrópu. Menn ótt-
uðust flokkshugtak Leníns og kenninguna
um framverði byltingarinnar. Ef til vill var
það vegna þess að engin byltingarfjáður
fjöldi stóð á bak við stúdentana. Þó mun þar
meira háfa mátt sín sá nauðsynlegi skammtur
af anarkísma og sjálfkvæmni, sem einkenndi
þessa hreyfingu, þar til hún hvarf inn í
rauðu sellur háskólanna og starfshópa vinnu-
staðanna.
En Lenín hafði gert byltingu — og það
skipti öllu máli.
II.
Það fylgir því mikil skuldbinding að skrifa
um Rósu Luxemburg.
Sú skuldbinding er ekki fólgin í hlutlausri
nákvæmri endursögn, heldur í heiðarleika
og hreinskilni gagnvart þeim sannleika sem
við álítum liggja undir yfirborði staðreynd-
anna.
En það þýðir að gera það sama í okkar
umhverfi og hún gerði í sínu.
Hún fyrirleit alla hræsni og allt það líf
Úr SDS-kröfugöngu gegn Vietnamstrðinu.
sem aldrei þorir að taka áhættu, því án
hennar verður ekkert nema flatneskja og
forarsvað.
Hún vildi að menn stæðu beinir og upp-
réttir eins og manneskjur í stað undirgefni
og lágkúruskapar.
Með slíku hugarfari tókst hún á við þau
öfl sem síðar meir mótuðu framtíðarstefnu
sósíalískrar hugsunar eftirminnilegar en önn-
ur.
Rósa Luxemburg skildi ekki eftir sig kerf-
isbundið heilsteypt verk heldur reit hún eftir
þörfum hinnar byltingakenndu hreyfingar á
hverjum tíma, hún helgaði sig stéttarbarátt-
unni meðal fjöldans en á hann lagði hún allt
sitt traust. Það verk Rósu sem mest erindi á
til okkar í dag er ritgerðin „Sozialreforun
oder Revolution'' þar sem hún gerir upp
sakirnar við Eduard Bernstein foringja þýzkra
endurskoðunarsinna.
Barátta hennar gegn Bernstein var barátta
79