Réttur - 01.04.1971, Page 24
gegn miðstjórn og skrifræði flokks, sem óx æ
meir inn í hold auðvaldsþjóðfélagsins og
samlagaði sig því.
„Orlög sozíalisku hreyfingarinnar eru ekki
bundin við borgaralegt lýðræði, heldur öfugt,
örlög lýðræðislegrar þróunar eru háð hinni
sósíalísku hreyfingu".
Borgaralegt lýðræði byggir á þingræði í
stéttarþjóðfélagi. „Þingræðið er sérstakt tæki
hins borgaralega stéttarríkis til að fá hina
kapitalísku höfuðdrætti til að þroskast og
þróast".
Sérhver sem velji hinn þingræðislega um-
bótaveg í staðinn fyrir pólitíska valdatöku og
umbyltingu þjóðfélagsins velji í reynd ekki
rólega, örugga og hægfara leið að sama tak-
marki heldur annað takmark.
Þegar Bernstein sagði, að tak.markið væri
einskis virði heldur skipti hreyfingin öllu
máli, svaraði Rósa, að takmarkið væri allt en
hreyfingin meðal til að ná því.
Takmarkið var þjóðfélagsleg umbylting
— sósíalismi — og aðeins þetta takmark að-
skilur sósíalíska hreyfingu frá borgaralegu
lýðræði og borgaralegri róttækni.
I annari grein „Massenstreik, Partei und
Gewerkschaften" setur hún fram kenningu
sína um sjálfkvæmi (spontanitát) byltinga-
sinnaðra fjöldaverkfalla. Trú hennar á bylt-
ingarfrumkvæði fjöldans og baráttu hans var
svo sterk að það virtist sumum nálgast goð-
sagnakenndan átrúnað.
Postular vélræns skrifræðis litu á barátt-
una sem afleiðingu skipulagningar á háu stigi
meðan Rósa kenndi, að lífræn dítlektísk
þróun hefði í för með sér sk'pulagningu sem
afleiðingu af baráttu fjöldans.
Lenín krafðist flokks með sterkt miðstjórn-
arvald til ?ð bera fósíaliska vitund inn í
fjöldann.
Rósa leit á baráttuaðferðir, sem afleiðingu
skapandi og tilraunakenndrar stéttarbaráttu,
80
því „... það ómeðvitaða kæmi á undan því
meðvitaða og rök hlutlægs, sögulegs ferlis
væri á undan huglægum rökum þeirra bæru
þróunina uppi".
Sjálfkvæmni átti ekki að koma í stað allr-
ar skipulagningar — heldur vera kjölfesta
hreyfingarinnar og hafa í för með sér skipu-
lagningu.
Rússneska byltingin hafði í för með sér
miklar umræður um lýðræði eða alræði.
Rósa segir það að setja lýðræði sem mót-
sögn við alræði sé andbyltingarsinnað lýð-
skrum. „Spurningin nú á tímum hljóðar:
borgaralegt lýðræði eða sósíalískt lýðræði".
Þar um hinar miklu andstæður. Fjöldi —
meiri hluti — lýðræði. Þessi þrjú hugtök
einkenna allt starf Rósu og skrif og ein-
mitt í þessum þremur hugtökum ásamt óbif-
anlegri sannfæringu um nauðsyn þjóðfélags-
legrar byltingar endurfæddist Rósa í Berlín
1967—’68, í maí 19í8 í París og að vissu
leit á tímabili fjöldahreyfingarinnar í Tékkó-
slóvakíu allt fram til 21. ágúst 1968.
III.
Örlög sósíalískrar fjöldahreyfingar á ís-
landi verða ekki ráðin austur í Peking eða
vestur á Kúbu heldur hér og núna. Þjóðfé-
lagið er alltaf og alls staðar og framtíðin
ræðst af verkum okkar í dag og á hverjum
degi.
Vandamál slíkrar hreyfingar hér eru mikil
og mikið af þeim ásökunum sem Rósa hellti
yfir samheria sína hefur gildi enn í dag og
það Fér norður á hjara veraldar.
Lítum í kri'igum okkur. Hver eru aðal-
vandamál sósíalískrar fjöldahreyfingar hér-
lendis nú?
1 fyrsta lagi að vera sósíalistísk, þ. e. að
tápa ekki sjónar af takmarkinu, því aðeins