Réttur - 01.04.1971, Síða 28
SIGURJÖN PÉTURSSON:
HVERSVEGNA
HEIMSMET?
Við íslendingar erum taldir eiga heirns-
met í verkföllmn, tapaðir vinnudagar séu
fleiri en hjá nokkurri annar þjóð. Samt finst
okkur verkarnönnum við alltaf standa í stað.
Við höfum tífaldað kaupið á ca. tveim ára-
tugum. En lífskjörin standa í stað eða batna
a. m. k. ákaflega hcegt. Hvernig stendur á
þessu?
★
Fyrir nokkru átti ég tal við fullorðinn
verkamann. Mann, sem hafði verið þátttak-
andi í verkalýðsbaráttu kreppuáranna og
stríðsáranna. Hvorki foringi eða leiðtogi af
neinu tagi heldur venjulegur, óbreyttur liðs-
maður, sem lætur aðra vísa veginn og gengur
til baráttu í trú á málefnin og markmiðin.
Hans gamla verkalýðspólitík var einföld:
Það voru verkamennirnir á móti burgeisa-
stéttinni. Oreigarnir gegn eignamönnunum.
Menn börðust ekki fyrir sig heldur stétt sína,
ekki bara hér í Reykjavík eða á Islandi held-
ur í alþjóðlegri keðju meðbræðra sem börð-
ust gegn sameiginlegum óvini fyrir sameigin-
legum markmiðum.
Tilgangurinn var öllum augljós:
Hann var að breyta þjóðfélaginu.
Skapa nýtt þjóðfélag.
„Velta í rústir og byggja á ný".
Skapa þjóðfélag vinnandi manna, þar sem
einstaklingurinn var metinn eftir mannkost-
um en ekki eftir ætt eða uppruna.
Og það átti ekki að bíða til eilífðarnóns
eftir að vinna endanlegan sigur.
Hann átti að falla síðustu kynslóð í skaut.
En einhvern veginn fór það svo, í seiglu
átakanna, að markmiðin fjarlægðust, vonirn-
ar brugðust, og draumarnir dofnuðu.
Það var líka margt sem brást. Þeir sem
84