Réttur


Réttur - 01.04.1971, Page 39

Réttur - 01.04.1971, Page 39
Mótmælafundur i Los Angelos á 27. afmælisdegi Angelu undir kjörorðinu: Frelsið Angelu. Ræðumaðurinn er Michael Tigar, prófessor í lögum. til að sjá að hægt var að breyta og að breyt- inga var þörf, krafðist umhugsunar, gagn- rýnnar umhugsunar: þekkingar á hvernig þessar kringumstæður urðu til, hvaða öfl halda þeim við, og hvernig frelsi og réttlæti eru möguleg. Þetta held ég að þú hafir lært á námsárum þínum. Og þú lærðir annað — nefnilega að næstum allir vitrir menn vest- rænnar menningar — einmitt jæirrar menn- ingar sem batt fólk þitt í þrældóm — vísuðu ætíð til einnar frumforsendu: mannlegs frels- is. Líkt og góður námsmaður, tókstu alvar- lega það sem þeir sögðu, þú hugsaðir alvar- lega um það og um ástæður þess að fyrir flesta voru þetta aðeins orð. Þess vegna taldir þú að liin heimspekilega hugmynd, ef hún er ekki lýgi, verði að raungerast: hún inni- heldur siðræna skyldu að yfirgefa skólastof- una, skólasvæðið, og að fara til hjálpar öðr- um, hjálpa fólki þínu sem þú tilheyrir enn — þrátt fyrir (kannske vegna) árangurs þíns innan hinnar hvím, ríkjandi skipunar. En þú barðist einnig fyrir okkur, sem þurfum frelsi og viljum frelsi fyrir alla sem eru ófrjálsir. I þeim skilningi er þinn mál- staður okkar málstaður”. 95

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.