Réttur - 01.04.1971, Síða 40
HJALTI KRISTGEIRSSON:
HUGLEIÐINGAR
UM
STEFNUSKRÁ
Eftirfarandi hugleiðingar voru teknar saman i
febrúarmánuði siðast liðnum og fluttar þá á mið-
stjórnarfundi Alþýðubandalagsins, þar sem störf
stefnuskrárnefndar voru til umræðu. Sú nefnd á,
eins og nafnið bendir til, að vinna drög að langtima
stefnuskrá flokksins, og verða hlutar að slikum
drögum væntanlega sendir flokksfélögum á næst-
unni og síðan teknir til meðferðar á landsfundi að
hausti. Þessi stefnuskrármótun er beint framhald
af nefndarstarfi er unnið var fyrir landsfund 1968,
er Alþýðubandalagið var gert að formlegum stjórn-
málaflokki, sósíaliskum verkalýðsflokki. Á þeim
landsfundi var samþykkt i meginatriðum stefna sú
er í framlögðum stefnuskrárdrögum fólst, og jafn-
framt var gengið frá styttri stefnuyfirlýsingu. Rétt
þótti að gerð itarlegrar stefnuskrár um fræðileg
viðhorf og framtiðar verkefni flokksins biði betri
tíma og meira næðis. Hefur verið unnið að því
verki siðan, en það reynzt æði seinlegt. Stóran
þátt i seinaganginum á það, hve haldgóðar upp-
lýsingar um íslenzkt þjóðfélag, efnahagsskipan
þess og félagsgerð, eru torfengnar. Virðist mikið
starf biða þeirra er vildu taka að sér það nauð-
synjaverk að kryfja þjóðfélagsástandið, eins og
það er nú, til mergjar með marxiskum rannsóknar-
aðferðum. — Sú samantekt, sem hér fer á eftir,
er ekki stefnuskráin sjálf hvorki í heild né að hluta,
heldur aðeins sjónarmið mín um ýmsar forsendur
að gerð stefnuskrár og spjall i kringum hana. Fé-
lagar mínir í stefnuskrárnefnd eiga engan hlut i
þessum hugleiðingum, heldur eru þær mínar eigin.
Að sjálfsögðu er hér drepið á margt sem nefndin
hefur fjallað um og samþykkt, en ýmis önnur atriði
eru tekin persónulegum tökum. Þetta efni var upp-
haflega flutt sem innlegg i umræður og ég hef
fengið RÉTTI það til birtingar með sama hugarfari.
Þegar unnið er að stefnuskrá hins unga og litt
reynda flokks, Alþýðubandalagsins, koma ýmsar
spurningar upp í hugann. I hvers þágu er verið
að vinna þetta verk? Ég vil svara: Það er í þágu
þjóðfélagshreyfingar. I hvaða skyni? Til að breyta
þjóðfélaginu. En hvað er þá þjóðfélag? Þjóðfélag
mætti skilgreina svo, að það sé kerfi tengsla milli
manna. Þessi tengsl eru æði margbrotin, en í stór-
um dráttum má skipta þeim í þrennt:
• Efnahagsleg tengsl
• Stjórnmálaleg tengsl
• Félagsleg tengsl
Mun ég nú fara örfáum orðum um hvert tengsla-
kerfi fyrir sig.
Efnahagsleg íengsl taka til sköpunar, dreifingar og
neyzlu efnis'egra verðmæta. Við þetta fara
efnisleg verðmæti hönd úr hendi, og þau við-
skipti er hægt við nútíma aðstæður að skil-
greina og setja fram í formi peninga. Hins
vegar verða stjórnmálaleg og félagsleg tengsl
aldrei fyllilega skilgreind með peningum.
96