Réttur - 01.04.1971, Síða 41
Stjórnmálaleg tengsl eru ekki stjórnun eða kosn-
ingafyrirkomulag, heldur er þar um að ræða
tengsl i formi yfirráða og undirgefni, valds og
hlýðni. Hér er því ætíð drottnandi aðili annars
vegar.
Félagsleg tengsl þá öll önnur tengsl en þau sem
skilgreind eru sem efnahagsleg eða stjórn-
málaleg. Félagstengsl milli manna er mjög við-
tæk og fjölbreytileg og má sundurskilja þau
í nokkra liði:
• Menningarlif, en þar undir kemur listsköpun
útbreiðsla listaverka i hinum ýmsu formum.
• Upplýsingastreymi: flutningur frétta og ann-
ars tímabundins fróðleiks frá manni til manns.
• Fræðslukerfi, en þar er um að ræða þau
skipulögðu tengsl sem miðla þekkingu og
reynslu einnar kynslóðar og þess sem hún
hefur erft til hinnar næstu.
• Umgengnishættir fólks, þ.e.a.s. undir hvern-
ig kringumstæðum fólk hittist, deilir geði og
slæst í hópa til framdráttar einhverjum mál-
efnum eða til að iðka hugðarefni sin.
• Sambýlis- eða heimilishættir í þeim skiln-
ingi, hvernig sá hópur er samsettur, sem kýs
að fylgjast að gegnum lífið hvað snertir tóm-
stundir, hvíld, svefn, matseld og æxlun.
Ég hef rissað upp mjög grófa mynd af þjóðfélag-
inu með þvi að skipta tengslum milli fólks i 3 aðal-
flokka; efnahagsleg, stjórnmálaleg og félagsleg
tengsl. Félagstengsl hef ég aftur leyst upp í nokkra
liði til frekari skýringar, og mætti þar vissulega
mörgu við þæta, því upptalningin var ekki tæm-
andi. Þessi mynd af tengslunum var gróf og einföld-
uð, veruleikinn sjálfur er miklu flóknari. Það liggja
Eignarréttur — vald — hugmyndafræði
nefnilega þræðir milli hinna ýmsu tengslaflokka, t.d.
af efnahagslegum tengslum sprettur valda-aðstaða
eins á kostnað annars, og þannig myndast stjórn-
málatengsl. Af stjórnmálatengslum stafar hins veg-
ar, að sá lægra setti tileinkar sér lifsstíl og lifs-
skoðun hins æðra setta, þetta mótar semsé félags-
leg tengsl ákveðinnar gerðar. Og sá flötur félags-
legra tengsla sem nefnist hugmyndafræði, orkar á
margvíslegan hátt á stjórnmálaleg og efnahagsleg
tengsl. Um þetta mætti vafalaust skrifa óendanlega
langt mál og sifellt finna ný dæmi og nýja fleti.
Yfir haf timans liggja þræðir, sem tryggja sam-
hengi í hverju tengslakerfi fyrir sig og valda því
að sagan er annað og meira en uppröðun sundur-
lausra atvika. Þar eru ef til vill merkilegastir þeir
þræðir, sem liggja milli aldursþrepanna, ekki sízt
þeirrar kynslóðar sem er að kveðja og hinnar sem
er að vaxa upp á hverjum tima. Þá þræði ber eink-
um þeim að styrkja sem trúa á gildi menningar-
arfleifðar.
Þá er rétt að vekia athygli á því, að varðandi
öll tengsl liggja þræðir útúr þessu þjóðfélagi og
til umheimsins: Utanrikisverzlun og gjaldeyrishreyf-
ingar inn og útúr landinu tengja efnahag okkar við
Varúð — tengslin út á við
eru við ráðandi öfl!
efnahag annarra þjóða. Islenzka ríkið skiptist á
sendimönnum við önnur ríki, það á fulltrúa á ýms-
um fjölþjóðlegum samkundum og færir stjórnmála-
tengslin þannig út fyrir landssteinana, auk þess
sem hér situr erlent herlið, svosem til að auka á
fjölbreytnina. Á sviði félagslegra tengsla eru sam-
böndin meðal annars í formi daglegs fréttaflutn-
ings frá útlöndum, þýddra bóka, innflutts lesefnis
auk persónulegra samskipta. Fyrst og fremst orka
þessi sambönd á hvers kyns hugmyndafræðilegum
vettvangi. — Það sem gerir samböndin út á við
sérstaklega varhugaverð er það, að þau eru yfir-
leitt við ráðandi öfl erlendis á hveriu sviði fyrir sig.
I því liggur hætta fyrir sjálfsforræði okkar og þjóð-
legt áhrifavald. Með sömu rökum leggjast hin er-
lendu sambönd yfirleitt á sveif með þeim sem meira
má sín hér heima fyrir og hjálpar honum við að
halda minn'máttar í skefjum.
Þvi var slegið föstu í upphafi þessa skrifs, að
tilgangurinn bak við stefnuskrá okkar væri sá að
breyta þjóðfélaginu. En þreyta hverju nánar tiltek-
Jöfnuður: Lykilorð í manngildisstefnu
ið? Hvað er það sem við erum óánægð með? Það
held ég sé hægt að skilgreina þannig, að það sé
kúgun og lítillækkun mannsins. Við viljum setja
97