Réttur


Réttur - 01.04.1971, Page 47

Réttur - 01.04.1971, Page 47
Fangarnir á Litla-Hrauni: Hallgrimur, Eggert, Eðvarð, Ásgeir. ANNÁLL FANGATlÐAR Ein afleiðing þess að borgarastéttinni tókst aldrei að fullkomna rikisvald sitt með því að koma hér upp vopnuðum her gegn alþýðu manna, þrátt fyrir tilraunir til þess, er að aldrei hefur verið veginn maður í stéttabaráttu verkalýðs og atvinnurekenda- stéttar á Islandi. Annað hefur og einkennt þá stétta- baráttu og gert hana að því leyti frábrugðna slíkri baráttu i öðrum löndum, — það að frelsistilfinning almennings og andúð á frelsissviftingu fyrir póli- tiska baráttu hefur lengst af verið það sterk að venjulega hefur verið knúin fram sakaruppgjöf fyrir slíka frelsisbaráttu og alveg sérstaklega, þegar mikill fjöldi fólks var dæmdur. Það heyrir því frekar til undantekninganna að þaráttumenn verkalýðs- og þjóðfrelsishreyfingarinnar hafi orðið að sitja lengi í fangelsi vegna þátttöku sinnar í stétta- og þjóð- frelsisbaráttunni, — þegar undanskilinn er timi enska hernámsins 1941. Það var knúin fram sakar- uppgjöf út af „stóru dómunum" fyrir atvinnuleysis- baráttuna 7. júli og 9. nóvember 1932 sem og út af bardögunum við Alþingishúsið 30. marz 1949 og út af niðurskurðum hakakrossfána á Siglufirði og viðar, — og svo var um fleiri dóma. Fangelsan- ir út af Ólafsmálinu 1921 urðu ekki mjög lang- vinnar og dómum var ekki fullnægt, — fangelsanir baráttumannanna fjögurra 3.—6. janúar 1931 (Hauk- ur Björnsson, Guðjón Benediktsson, Þorsteinn Pét- ursson, Magnús Þorvaldsson) urðu aðeins nokkra daga, — fangelsanir til að pína fram játningar i júlí 1932 (Hjörtur Helgason, Jens Figved, Indíana Garibaldadóttir, Stefán Pétursson, Einar Olgeirs- son) hættu vegna hungurverkfalls og mótmæla- funda eftir fjóra daga, — fangelsun Jóns Rafnsson- ar á Akureyri eftir Novuverkfallið 1934 stóð aðeins 103

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.