Réttur


Réttur - 01.04.1971, Síða 55

Réttur - 01.04.1971, Síða 55
ekki fyrr en þær höfðu malað gegn Fróða her, sem varð honum að bana og batt endi á Fróða- friðinn. Stef í þessu kvæði: Leggjum, leggjum lúðra, léttum steinum — við leggjum stokka,. lyftum steinum — er áreið- anlega bergmál raunverulegs kvarnarsöngs sem þrælarnir á járnöld hafa sungið við vinnu sína. I Njálu sögu eru varðveittar minjar um vefsöng, sem ekki er svo sem heldur síðan I fyrradag. Hann á að hafa verið kveðinn eftir bardagann við Clontarf (Brjánsbardaga) 1014. Maður nokkur gekk út um nóttina og sá í dyngju konur með vef upp færðan. Mannahöfuð voru fyrir kljána, en þarmar úr mönnum fyrir viftu og garn, sverð fyrir skeið, en ör fyrir hræl. Stefið i visunum sem þær kváðu: Vindum, vindum vef Darraðar — vindum, vindum vef Óðins — má vel hugsa sér að hafi verið sungið þegar ambáttirnar sneru voðmeiðnum. Mann i Sturlunga sögu dreymir að hann þóttist koma í hús eitt mikið. Þar sátu inni konur tvær blóðugar og reru áfram. Honum þótti rigna blóði i Ijórana. önnur konan kvað: Róum við, róum við — kannski gamall söngur við áralagið? i Landnámu segir um Vémund (Hrólfsson), að hann hafi kveðið í smiðju sinni: Eg bar einn af ellifu banaorð. Blástu meir. Sjálfsagt ber að skilja þetta svo, að Vémundur hafi setið í dómi, átt þátt i að kveða upp dauða- dóm og hafi nú samvizkubit, en ,,blástu meir" hljómar sem gamall smiðjusöngur. Frægur smiðjuóður Skallagríms er hins vegar ekki vinnusöngur i sjálfu sér, heldur Ijóð um vinn- una, en svo gott, að skylt er að geta frásagnarinn- ar i samhengi við það: Skallagrímur var járnsmiður mikill og hafði rauðablástur mikinn á vetrum. Hann lét gera smiðju með sjónum. En er hann fékk engan stein þann, er svo væri harður og sléttur, að honum Myndskreyting Ernst Hansens við Gróttasönginn, gerð 1930—40: Fornkonur mala korn. ms&w.wr Dóttir Niðuðar heimsækir Völund, færir hring til við- gerðar, undir steðjanum liggur lik bróður hennar, er Völundur vó. — Útskurður á hvalbeinsöskju frá 7. öld. — British Museum. 111

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.