Réttur


Réttur - 01.10.1971, Page 7

Réttur - 01.10.1971, Page 7
ÓLAFUR R. EINARSSON: VIÐ EIGUM OKKUR DRAUM UM FRIÐLÝST LAND Ræða á baráttusamkomu stúdenta gegn her- námi íslands, flutt í Háskólabíói á fullveldis- daginn 1. desember 1971 Baráttumál fullveldisdagsins í ár vekur þá spurningu, hvort herseta samrýmist fullveldi þjóðar? Þegar íslenzk stjórnvöld sömdu í fyrsta sinn við Bandaríkin um svonefnda „hervernd” árið 1941, þá var því slegið föstu að brottför hersins í lok ófriðarins væri for- senda þess að íslenzka þjóðin og ríkisstjórn hennar réði algerlega yfir sínu eigin landi. I styrjaldarlokin héldu ráðamenn enn fast við þessa skoðun og ítrekuðu þá afstöðu sína, að erlend herseta samrýmdist ekki fullveldi þjóðar. T. d. lét Gunnar Thoroddsen svo um mælt í skeleggri fullveldisræðu á þessari stundu fyrir 26 árum, „að til fulls geti þjóð- in ekki ráðið yfir landi sínu, meðan erlendur her er í landinu". En einurð stjórnmála- mannanna á fyrstu árum hins íslenzka lýð- veldis veiklaðist fljótt fyrir erlendri ásælni. 183

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.