Réttur


Réttur - 01.10.1971, Blaðsíða 10

Réttur - 01.10.1971, Blaðsíða 10
slóð hvetur til baráttu fyrir brottför hersins. Hún einblínir ekki á Evrópu, heldur eygir hún helztu einkenni stjórnmálaþróunar okkar tíma — uppreisn fólksins. Þjóðirnar bafa ris- ið upp, brotið af sér nýlendufjötra og krafizt réttlætis. Þeir sem haldið hafa vöku sinni hafa ekki komizt hjá því að eygja, hverjir hafa reynt að bregða fæti fyrir uppreisn fólksins og hindra réttindabaráttu þess, — jafnvel troðið á sjálfsákvörðunarrétti smá- þjóða. Til eru þeir menn á Islandi er tala drjúgt um skerf okkar til Atlantshafsbanda- lagsins, þess hernaðarnets og risaveldis er reynir að hindra frelsis- og fullveldisbaráttu hinna snauðu þjóða, þeirra þjóða sem í dag lýsa yfir samstöðu með lslendingum í lífs- hagsmunamáli þjóðarinnar — landhelgis- málinu. Látum þennan skerf okkar til NATO, — herstöðina og aðildina að bandalaginu hverfa, en hefjum í þess stað raunhæfan stuðning við sjálfstæðisbaráttu þjóða „þriðja heimsins” og styðjum þá kröfu að leysa beri upp öll hernaðarbandalög. Þau miklu umskipti sem áttu sér stað í íslenzkum stjórnmálum á nýliðnu sumri hafa orðið þess valdandi, að hernámsmálin eru eitt aðalumræðuefni íslenzkra stjórnmála í dag. Þrír flokkar, sem gengu til alþingis- kosninga með það loforð að vinna að brott- för hersins, mynduðu ríkisstjórn er lýsti því yfir, að herinn skuli hverfa frá Islandi á kjörtímabilinu. I dag sameinast stúdentar til baráttu fyrir brottför hersins og hvaða dagur er betur til þess fallinn en fullveldisdagur íslenzku þjóðarinnar. Einhverjir kunna að spyrja, hvort þörf sé á slíkri baráttu fyrst stjórnvöld hafa gefið fyrirheit um brottför hersins. Fullyrða má, að stjórnvöldum er hverju sinni nauðsynlegt að vita um skilning og vilja þjóðarinnar í mikilvægum málum. Stúdentar vilja með þessari baráttu vekja þjóðina til umhugsunar og fullvissa jafn- framt ráðamenn um stuðning nýrrar kyn- slóðar við þessi loforð um brottför hersins. Ekki mega menn vanmeta áróðursmátt hins ófyrirleitna og fjársterka hóps er helgar sig baráttunni fyrir ævarandi hersetu á Is- landi. Sá hræðsluáróður, sem hernámssinnar hafa bergmálað að undanförnu og þyrlað upp vegna fyrirheitanna um brottför hersins, er ekki nýr af nálinni. Hann hefur glumið og endurspeglað sálarlíf hernámssinna síð- asta aldarfjórðunginn. Þessir menn hafa jafn- vel gengið svo langt að leggja til á Alþingi Islendinga, að afnema þingræðislegar og lýð- ræðislegar umræður og vinnubrögð um svo- nefnd öryggismál þjóðarinnar. — Þetta má kalla að bjarga lýðræðinu undan svonefnd- um vondum kommúnistum, með því að fórna lýðræðinu. í Fyrsta desemberræðu árið 1948 gaf Sigurbjörn F.inarsson, núverandi biskup, þessum öflum óttans eftirfarandi áminningu: „Hræðsla og ofboð, ofsjónir og van- stilling — það eru ekki slíkir eigin- leikar sem brynja þjóðina né halda henni vakandi. . . Þjóð, sem er heimsk- uð og espuð með hræðsluáróðri verður ekki frjáls til lengdar. Athugi þeir þetta, sem pennum beita og prentvélum stýra á Islandi". Nú tveim áratugum síðar birtist okkur þessi sama vanstilling og öll áróðurskyngi lögð á þetta eina mál. Hver vík við Island verður að Magnavík í augum þeirra er prent- vélum stýra. Orð herforingja, sem nýlega hafa verið staðnir að lygmn í Vietnamskýrsl- um, þau verða drottinsorð og fylgismenn her- setn vilja láta þessa erkibiskupa boða á hvern hátt endurskoðun „varnarsamningsins" fari fram-. Vopnlaust smáþjóðarfólk hefur hins vegar að engu, boðskap slíkra erkibiskupa hernaðarofbeldis. Mat Islendinga sjálfra á horfum í alþjóðamálum í dag hlýtur ein- göngu að geta leitt í ljós nauðsyn á brottför 186

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.